Lífið

Kynnir nýju kærustuna fyrir mömmu

Spéfuglinn Russell Brand og nýja kærastan hans, hótelerfinginn Alessandra Balazs, skruppu saman til London fyrir stuttu þar sem Russell kynnti Alessöndru fyrir móður sinni.

Koma þessar fregnir í kjölfarið á opinskáu viðtali við Katy Perry, fyrrverandi eiginkonu Russells, í Vogue þar sem hún sagði að Russell hefði óskað eftir skilnaði í gegnum sms.

Russell var kvæntur Katy Perry í fjórtán mánuði.
Samband Russells og Alessöndru virðist vera orðið alvarlegt því stutt er síðan Alessandra kynnti hann fyrir föður sínum, Andre, og kærustu hans, spjallþáttarstjórnandanum Chelsea Handler, í New York.

Alessandra er ástfangin.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.