Lífið

Mun barnið heita North West?

Turtildúfurnar Kim Kardashian og Kanye West eru í óðaönn að velta fyrir sér barnanöfnum eftir að þau eignuðust sitt fyrsta barn, litla stúlku, fyrir nokkrum dögum.

Kim vill endilega skíra stúlkuna North þannig að hún myndi heita North West ef hún tæki ættarnafn föður síns.

Í skýjunum með litlu stúlkuna.
“North er efst á listanum yfir nöfn. Þau eru samt ekki alveg viss. Kanye elskar það, Kim finnst það allt í lagi,” segir vinur parsins.

"Norðvestur. Er það eitthvað?" gæti Kanye verið að spyrja sína heittelskuðu.
Önnur nöfn sem kæmu til greina eru Kaidence og Donda, til heiðurs látinnar móður Kanye.

Heimurinn bíður eftir að fá að vita nafn litlu hnátunnar.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.