Leið um Teigsskóg í nýtt umhverfismat Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2013 18:55 Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, er búin að snúa við ákvörðun forvera sín, Ögmundar Jónassonar, um Teigsskóg, og hefur heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð um þessa umdeildu leið í nýtt umhverfismat. Deilan um Teigsskóg hefur staðið í áratug og snýst um hvort leggja megi Vestfjarðaveg um skóginn og síðan þvert yfir tvo firði til að losa vegfarendur við tvo fjallvegi. Eigendur tveggja eyðijarða í veglínunni með stuðningi náttúruverndarsamtaka hafa barist gegn þessum áformum og höfðu betur í Hæstarétti sem dæmdi að þáverandi umhverfisráðherra hefði verið óheimilt að nota umferðaröryggi sem rökstuðning til að vega á móti umhverfisáhrifum. Sveitarfélögin á Vestfjörðum vildu þá aftur láta reyna á hvort Teigsskógarleiðin væri fær með nýju umhverfismati, því hafnaði fyrrverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, - hann vildi aðrar lausnir eins og jarðgöng, sem Vegagerðin segir þremur og hálfum milljarði króna dýrari.Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Til hægri má sjá malarslóða sem liggur um skóginn.Mynd/Stöð 2.Nú er nýr ráðherra búinn að snúa við ákvörðun Ögmundar. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir í fréttum Stöðvar 2 að fyrir um það bil tveimur vikum hafi hún heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð um Teigsskóg í nýtt umhverfismat. Þetta hafi verið krafa sveitarfélaga og íbúa. Þessi leið sé hagkvæmari en aðrar, því hafi verið skynsamlegt að setja hana í það ferli strax. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að vinna við nýtt umhverfismat sé þegar hafin og næsta skref verði að senda matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Innanríkisráðherra og vegamálastjóri ætla að ræða samgöngumál á Vestfjörðum á opnum fundi sem Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur boðað til í íþróttahúsinu á Tálknafirði á föstudag klukkan 12.30, en ekki kl. 13.30, eins og áður var búið að kynna. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, er búin að snúa við ákvörðun forvera sín, Ögmundar Jónassonar, um Teigsskóg, og hefur heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð um þessa umdeildu leið í nýtt umhverfismat. Deilan um Teigsskóg hefur staðið í áratug og snýst um hvort leggja megi Vestfjarðaveg um skóginn og síðan þvert yfir tvo firði til að losa vegfarendur við tvo fjallvegi. Eigendur tveggja eyðijarða í veglínunni með stuðningi náttúruverndarsamtaka hafa barist gegn þessum áformum og höfðu betur í Hæstarétti sem dæmdi að þáverandi umhverfisráðherra hefði verið óheimilt að nota umferðaröryggi sem rökstuðning til að vega á móti umhverfisáhrifum. Sveitarfélögin á Vestfjörðum vildu þá aftur láta reyna á hvort Teigsskógarleiðin væri fær með nýju umhverfismati, því hafnaði fyrrverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, - hann vildi aðrar lausnir eins og jarðgöng, sem Vegagerðin segir þremur og hálfum milljarði króna dýrari.Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Til hægri má sjá malarslóða sem liggur um skóginn.Mynd/Stöð 2.Nú er nýr ráðherra búinn að snúa við ákvörðun Ögmundar. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir í fréttum Stöðvar 2 að fyrir um það bil tveimur vikum hafi hún heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð um Teigsskóg í nýtt umhverfismat. Þetta hafi verið krafa sveitarfélaga og íbúa. Þessi leið sé hagkvæmari en aðrar, því hafi verið skynsamlegt að setja hana í það ferli strax. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að vinna við nýtt umhverfismat sé þegar hafin og næsta skref verði að senda matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Innanríkisráðherra og vegamálastjóri ætla að ræða samgöngumál á Vestfjörðum á opnum fundi sem Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur boðað til í íþróttahúsinu á Tálknafirði á föstudag klukkan 12.30, en ekki kl. 13.30, eins og áður var búið að kynna.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira