Bíó og sjónvarp

Lói fær þrjár framhaldsmyndir

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Önnur myndin um Köngulóarmanninn er langt á veg komin og er fyrirhugaður frumsýningardagur hennar 2. maí á næsta ári.
Önnur myndin um Köngulóarmanninn er langt á veg komin og er fyrirhugaður frumsýningardagur hennar 2. maí á næsta ári.
Að minnsta kosti þrjár framhaldsmyndir verða gerðar í kjölfar hinnar vinsælu The Amazing Spider-Man sem kom út í fyrra.

Önnur myndin er langt á veg komin og er fyrirhugaður frumsýningardagur hennar 2. maí á næsta ári.

En Sony hefur nú tilkynnt um gerð tveggja framhaldsmynda til viðbótar, og verða þær frumsýndar 10. júní 2016 og 4. maí 2018. Þessu greinir vefsíðan Hitfix frá.

Við munum því sjá nóg af Köngulóarmanninum á næstunni, en það er Andrew Garfield sem fer aftur með titilhlutverkið í The Amazing Spider-Man 2.

Leikararnir Jamie Foxx, Paul Giamatti, Chris Cooper og Dane DeHaan verða allir í hlutverkum illmenna, Emma Stone er Gwen Stacy líkt og í fyrri myndinni, og leikastjórinn Marc Webb situr enn við stjörnvölinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.