Ginobili og Green fóru á kostum | San Antonio yfir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júní 2013 10:37 San Antonio vann gríðarlega mikilvægan sigur á Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og náði þar með 3-2 forystu í rimmunni. San Antonio vann tíu stiga sigur, 114-104, eftir að hafa haft yfirhöndina lengst af í leiknum. Hetja leiksins var enginn annar en Argentínumaðurinn Manu Ginobili en hann hafði verið harkalega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í seríunni til þessa. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, brást við með því að setja Ginobili í byrjunarliðið sitt í fyrsta sinn á tímabilinu og Argentínumaðurinn fór á flug. Hann var með tvöfalda tvennu í leiknum - 24 stig og tíu stoðsendingar á þeim 33 mínútum sem hann spilaði. Þetta var stigahæsti leikur hans á tímabilinu til þessa. Þess má geta að Ginobili var með samanlagt sautján stig og níu stoðsendingar í síðustu þremur leikjum San Antonio á undan.Danny Green fór einnig á kostum í nótt og bætt met Ray Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í lokaúrslitum. Green setti niður sex þrista í tíu tilraunum í nótt en alls hefur hann skorað 25 þriggja stiga körfur í lokaúrslitunum til þessa. Þess má geta að Allen spilar nú með Miami og átti mjög góðan leik í nótt - hann skoraði 21 stig og nýtti öll fjögur þriggja stiga skot sín í leiknum. Þetta var mögulega síðasti heimaleikur stóra þríeyksins í San Antonio - þeirra Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili. Þessir þrír hafa átt mjög ríkan þátt í velgengni liðsins í gegnum tíðina og nú er það aðeins einum sigri frá meistaratitlinum. En nú fer serían aftur til Miami. „Ég var reiður. Frammistaðan hafði valdið mér vonbrigðum,“ sagði Manu Ginobili eftir leik. „Þetta eru lokaúrslitin, staðan var 2-2, og mér fannst ég ekki hafa lagt neitt á vogarskálar míns liðs. Það var mjög pirrandi.“Tony Parker skoraði 26 stig fyrir San Antonio í nótt og var stigahæstur. Tim Duncan var með sautján stig og tólf fráköst. Skotnýting San Antonio var meira en 60 prósent en það er í fyrsta sinn í fjögur ár sem lið nær því í lokaúrslitum. LeBrom James og Dwyane Wade voru með 25 stig hvor fyrir Miami sem þarf nú að vinna á aðfaranótt miðvikudags til að þvinga fram oddaleik. Hann færi þá fram á fimmtudagskvöldið. Miami er ríkjandi meistari en San Antonio hefur unnið titilinn alls fjórum sinnum, fyrst árið 1999. Þá var Tim Duncan í liðinu en þeir Parker og Ginobili komu síðar og tóku þátt í hinum þremur sigrunum - 2003, 2005 og 2007. NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
San Antonio vann gríðarlega mikilvægan sigur á Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og náði þar með 3-2 forystu í rimmunni. San Antonio vann tíu stiga sigur, 114-104, eftir að hafa haft yfirhöndina lengst af í leiknum. Hetja leiksins var enginn annar en Argentínumaðurinn Manu Ginobili en hann hafði verið harkalega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í seríunni til þessa. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, brást við með því að setja Ginobili í byrjunarliðið sitt í fyrsta sinn á tímabilinu og Argentínumaðurinn fór á flug. Hann var með tvöfalda tvennu í leiknum - 24 stig og tíu stoðsendingar á þeim 33 mínútum sem hann spilaði. Þetta var stigahæsti leikur hans á tímabilinu til þessa. Þess má geta að Ginobili var með samanlagt sautján stig og níu stoðsendingar í síðustu þremur leikjum San Antonio á undan.Danny Green fór einnig á kostum í nótt og bætt met Ray Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í lokaúrslitum. Green setti niður sex þrista í tíu tilraunum í nótt en alls hefur hann skorað 25 þriggja stiga körfur í lokaúrslitunum til þessa. Þess má geta að Allen spilar nú með Miami og átti mjög góðan leik í nótt - hann skoraði 21 stig og nýtti öll fjögur þriggja stiga skot sín í leiknum. Þetta var mögulega síðasti heimaleikur stóra þríeyksins í San Antonio - þeirra Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili. Þessir þrír hafa átt mjög ríkan þátt í velgengni liðsins í gegnum tíðina og nú er það aðeins einum sigri frá meistaratitlinum. En nú fer serían aftur til Miami. „Ég var reiður. Frammistaðan hafði valdið mér vonbrigðum,“ sagði Manu Ginobili eftir leik. „Þetta eru lokaúrslitin, staðan var 2-2, og mér fannst ég ekki hafa lagt neitt á vogarskálar míns liðs. Það var mjög pirrandi.“Tony Parker skoraði 26 stig fyrir San Antonio í nótt og var stigahæstur. Tim Duncan var með sautján stig og tólf fráköst. Skotnýting San Antonio var meira en 60 prósent en það er í fyrsta sinn í fjögur ár sem lið nær því í lokaúrslitum. LeBrom James og Dwyane Wade voru með 25 stig hvor fyrir Miami sem þarf nú að vinna á aðfaranótt miðvikudags til að þvinga fram oddaleik. Hann færi þá fram á fimmtudagskvöldið. Miami er ríkjandi meistari en San Antonio hefur unnið titilinn alls fjórum sinnum, fyrst árið 1999. Þá var Tim Duncan í liðinu en þeir Parker og Ginobili komu síðar og tóku þátt í hinum þremur sigrunum - 2003, 2005 og 2007.
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins