Lífið

Bannað að fara í ljós

Glamúrfyrirsætan Katie Price er bálreið út í ónefnda sólbaðsstofu í Lundúnum sem leyfði henni ekki að fara í ljós vegna þess að hún er ólétt.

Katie yfirgaf stofuna í fússi og fann sér aðra sólbaðsstofu sem leyfði henni að fara í ljós.

Tönuð í drasl.
“Katie fór á aðra stofu þar sem ekki var komið fram við hana eins og hún væri óeðlileg bara út af því að hún er ólétt. Katie hefur leitað ráða hjá lækni og er ánægð vegna þess að það er ekki hættulegt að fara í ljós endrum og eins á meðgöngunni,” segir talskona fyrirsætunnar.

Katie og Kieran giftu sig í janúar á þessu ári.
Katie á von á sínu fjórða barni sem verður það fyrsta með núverandi eiginmanni hennar, Kieran Hayler. Fyrir á Katie soninn Harvey, ellefu ára, soninn Junior, sjö ára og dótturina Princess, fimm ára.

Skrautlegur karakter.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.