Lífið

Afmynduð á meðgöngunni

Leikkonan Salma Hayek þyngdist um 23 kíló þegar hún gekk með dóttur sína Valentinu árið 2007. Hún segir þyngdaraukninguna hafa breytt því hvernig hún lítur á sjálfa sig.

“Ég þyngdist svo mikið að ég fékk tækifæri til að sjá sjálfa mig gjörsamlega afmyndaða á marga mismunandi vegu. Ástæðan fyrir því var góð og ég sé ekki eftir því í eina sekúndu. Á þessum tímapunkti byrjaði ég að meta líkama minn. Atriðin sem ég gagnrýndi áður fyrr voru ekki það slæm eftir allt saman,” segir Salma í viðtali við Glamour.

Hjónin.
Salma er gift franska milljarðamæringnum Francois-Henri Pinault og segist hafa átt í erfiðleikum með sjálfsmynd sína eftir að Valentina kom í heiminn.

Með köku í ofninum.
“Við þurfum að berjast fyrir sjálfstrausti okkar á hverjum degi í nútímasamfélagi því við lifum í samfélagi sem er mjög vont við konur. Maður þarf að vera gáfaður og vegna vel en einnig vera góð móðir, falleg, ung og mjó að eilífu.”

Mæðgurnar.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.