Lífið

Kanye var viðstaddur fæðinguna

Stjörnuparið Kanye West og Kim Kardashian eignuðust sitt fyrsta barn, litla stúlku, á sjúkrahúsinu Cedars-Sinai í Kaliforníu í gær, fimm vikum fyrir tímann.

Þó að Kanye hafi verið afar upptekinn undanfarið að kynna nýjustu plötu sína Yeezus þá var hann viðstaddur fæðinguna.

Nóg að gera hjá þeim á næstunni.
“Auðvitað var Kanye með Kim þegar hún fór á spítalann og fæddi. Hún byrjaði að finna fyrir verkjum seint á föstudagskvöldið og fékk samdrætti,” segir vinur parsins og bætir við að öllum heilsist vel.

Lífið óskar þeim Kanye og Kim innilega til hamingju með frumburðinn!

Kim er orðin léttari.
K og K.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.