Helgi Már skoraði 20 stig gegn Danny Green Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2013 11:00 Helgi Már í umræddum leik gegn Danny Green. Landsliðsmaðurinn og KR-ingurinn Helgi Már Magnússon man vel eftir því þegar hann spilaði gegn Danny Green í háskólaboltanum. Green hefur farið á kostum með liði San Antonio Spurs gegn Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Fyrir fjórða leik liðanna var Green stigahæstur allra leikmanna liðanna. Staðan í einvíginu er 2-2 en fimmti leikurinn fer fram í nótt. „Ég var á síðasta árinu hjá Catwaba og hann var á fyrsta ári hjá háskólanum í Norður-Karólínu," segir Helgi í samtali við Vísi. Lið Helga var í b-deild en lið hans mætti stórliði fylkisins í upphitunarleik fyrir tímabilið veturinn 2005-2006. „Ég man að þeir voru með ungt og óreynt lið á móti okkur. Þeir voru pínulítið spurningamerki fyrir tímabilið," segir Helgi. Helga sjálfum gekk vel í leiknum en hann skoraði 20 stig. Það hvarflaði ekki að Helga í leiknum að Green ætti eftir að verða í stóru hlutverki í úrslitaeinvígi NBA einn daginn. „Nei, langt í frá. Ég held að það hafi ekki komið upp í kollinn á mörgum fyrir þetta tímabil," segir Helgi. Hann minnir á að Green hafi verið látinn fara frá félögum á borð við Cleveland Cavaliers og sömuleiðis San Antonio Spurs. Þá sé ekki langt síðan hann spilaði með liði í Slóveníu.Danny Green (lengst til vinstri) ásamt kempunum Tony Parker og Tim Duncan.Nordicphotos/AFPHelgi man ekki svo glöggt hvernig Green stóð sig í umræddum leik. Hann man þó að Tyler Hansbrough var á varamannabekk andstæðinganna en Hansbrough leikur í dag með Indiana Pacers. „Hann var nýliði þarna en hann er líklega einn besti háskólaleikmaður allra tíma. Hann er í það minsta ofarlega á lista," segir Helgi. Hann hafi verið mjög góður í háskóla og sé þokkalegasti NBA-leikmaður. Helgi hefur fylgst vel með gangi mála í úrslitakeppni NBA. Hann segist horfa á leikina á morgnana með nýfæddum syni sínum. Helgi, sem er gallharður stuðningsmaður New York Knicks, heldur með San Antonio í einvíginu. „Ég held með körfuboltanum og Spurs spilar miklu fallegri bolta." Fimmti leikur liðanna í Texas hefst á miðnætti í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Helgi Már leikur með uppeldisfélagi sínu KR. NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Landsliðsmaðurinn og KR-ingurinn Helgi Már Magnússon man vel eftir því þegar hann spilaði gegn Danny Green í háskólaboltanum. Green hefur farið á kostum með liði San Antonio Spurs gegn Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Fyrir fjórða leik liðanna var Green stigahæstur allra leikmanna liðanna. Staðan í einvíginu er 2-2 en fimmti leikurinn fer fram í nótt. „Ég var á síðasta árinu hjá Catwaba og hann var á fyrsta ári hjá háskólanum í Norður-Karólínu," segir Helgi í samtali við Vísi. Lið Helga var í b-deild en lið hans mætti stórliði fylkisins í upphitunarleik fyrir tímabilið veturinn 2005-2006. „Ég man að þeir voru með ungt og óreynt lið á móti okkur. Þeir voru pínulítið spurningamerki fyrir tímabilið," segir Helgi. Helga sjálfum gekk vel í leiknum en hann skoraði 20 stig. Það hvarflaði ekki að Helga í leiknum að Green ætti eftir að verða í stóru hlutverki í úrslitaeinvígi NBA einn daginn. „Nei, langt í frá. Ég held að það hafi ekki komið upp í kollinn á mörgum fyrir þetta tímabil," segir Helgi. Hann minnir á að Green hafi verið látinn fara frá félögum á borð við Cleveland Cavaliers og sömuleiðis San Antonio Spurs. Þá sé ekki langt síðan hann spilaði með liði í Slóveníu.Danny Green (lengst til vinstri) ásamt kempunum Tony Parker og Tim Duncan.Nordicphotos/AFPHelgi man ekki svo glöggt hvernig Green stóð sig í umræddum leik. Hann man þó að Tyler Hansbrough var á varamannabekk andstæðinganna en Hansbrough leikur í dag með Indiana Pacers. „Hann var nýliði þarna en hann er líklega einn besti háskólaleikmaður allra tíma. Hann er í það minsta ofarlega á lista," segir Helgi. Hann hafi verið mjög góður í háskóla og sé þokkalegasti NBA-leikmaður. Helgi hefur fylgst vel með gangi mála í úrslitakeppni NBA. Hann segist horfa á leikina á morgnana með nýfæddum syni sínum. Helgi, sem er gallharður stuðningsmaður New York Knicks, heldur með San Antonio í einvíginu. „Ég held með körfuboltanum og Spurs spilar miklu fallegri bolta." Fimmti leikur liðanna í Texas hefst á miðnætti í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Helgi Már leikur með uppeldisfélagi sínu KR.
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins