Lífið

Vill gifta sig með sexí hár

Nú styttist óðum í að leikkonan Jennifer Aniston giftist unnusta sínum Justin Theroux og er Jennifer búin að plana hárgreiðslu fyrir stóra daginn.

“Mig langar ekki að vera með uppsett hár en mér finnst alltaf fallegt þegar konur eru með slör. Ég vil hafa hárið slegið og náttúrulegt því það stríðir gegn formlegheitunum í kjólnum. Ég vil hafa það slegið og eins og ég sé nývöknuð, jafnvel búin að gamna mér aðeins,” segir Jennifer í viðtali við Marie Claire.

Dúllur.
Jennifer segist öfunda hertogynjuna Kate Middleton því hún sé alltaf óaðfinnanleg um hárið.

“Sér hún sjálf um hárið á sér? Það hlýtur að vera erfitt þar sem er alltaf verið að gagnrýna hana. Ég set hárið bara í spennu ef ég á í erfiðleikum með það.”

Með hárið á hreinu.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.