Sport

Fimm frækin halda á HM í Kanada

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hin fimm fræknu sem halda til Kanada.
Hin fimm fræknu sem halda til Kanada. Mynd/Samsett
Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi fer fram í Montreal í Kanada dagana 12.-18. ágúst og mun Ísland eiga fimm fulltrúa á mótinu. Meðal þeirra verða verða Ólympíumótsfararnir 2012, þau Jón Margeir Sverrisson gullverðlaunahafi og Ólympíumótsmethafi í 200 metra skriðsundi í flokki S14 og Kolbrún Alda Stefánsdóttir.

Einnig munu Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Thelma Björg Björnsdóttir og Hjörtur Már Ingvarsson taka þátt í heimsmeistaramótinu.

Íslenski hópurinn - félag - fötlunarflokkur

Jón Margeir Sverrisson - Fjölnir - S14

Kolbrún Alda Stefánsdóttir - SH/Fjörður - S14

Aníta Ósk Hrafnsdóttir - Breiðablik/Fjörður - S14

Thelma Björg Björnsdóttir - ÍFR - S6

Hjörtur Már Ingvarsson - Fjörður - S5

Íslenski hópurinn mun halda utan til Kanada fimmtudaginn 8. ágúst og er væntanlegur aftur til Íslands að móti loknu þann 19. ágúst. Landsliðsþjálfari í ferðinni er Kristín Guðmundsdóttir.

Mótið er stærsta sundmótið í röðum fatlaðra síðan keppendur komu saman í London 2012 en gert er ráð fyrir því að um 650 sundmenn frá um 60 þjóðlöndum taki þátt í mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×