Lífið

Ekki kalla ólétta konu feita

Raunveruleikastjörnurnar Kelly Osbourne og Kim Kardashian eru afar góðar vinkonur og er Kelly komin með leið á því að fjölmiðlar og almenningur kalli Kim feita.

Kim á von á sínu fyrsta barni með rapparanum Kanye West og hefur þurft að þola alls kyns háðsglósur um holdafar sitt síðustu mánuði. Kelly er ekki skemmt.

Góðar vinkonur.

“Mér finnst það fyrir neðan allar hellur að kalla óléttar konur feitar. Fólk sem lætur svona hrikaleg orð falla eru yfirleitt að endurspegla það sem því finnst um sig sjálft,” segir Kelly í viðtali við Cosmopolitan.

Kim á von á sínu fyrsta barni í sumar.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.