Lífið

Sjáðu sykurmagnið í þessum heilsuvörum

Ellý Ármanns skrifar
"Ég er með eigin reynslu af brjóstakrabbameini hef mikinn áhuga á mataræði," segir Gyða þegar við biðjum hana um leyfi fyrir myndbirtingunni og spurðum um áhuga hennar á hollu mataræði.
"Ég er með eigin reynslu af brjóstakrabbameini hef mikinn áhuga á mataræði," segir Gyða þegar við biðjum hana um leyfi fyrir myndbirtingunni og spurðum um áhuga hennar á hollu mataræði.
Ef meðfylgjandi mynd, sem Gyða Ölvisdóttir tók, er skoðuð kemur eflaust mörgum á óvart gífurlega mikið sykurmagn í heilsuvörum en það var tekið fyrir á fyrirlestri hjá Gunnari Má Sigfússyni sem hefur gefið út matreiðslubók um lágkolvetna lífsstílinn.

„Ég sem lýðheilsufræðingur og hjúkrunarfræðingur og reyndar með eigin reynslu af brjóstakrabbameini hef mikinn áhuga á mataræði og held til dæmis að sykurmagnið sem við erum að innbyrða sé eitt af offituvandamálum hjá mörgum og ýmsum sjúkdómum og sleni," segir Gyða og heldur áfram:

Fagnar áhuganum

„Ég fagna þessum áhuga sem sýnir að fólk hefur mikinn áhuga á hvað það borðar en þarna er verið að tala bara um sykurmagnið í vörunni. Hvíti sykurinn er vissulega óhollur en allur sykur til dæmis ávaxtasykur í of miklu mæli hækkar líka sykurstöðulinn í blóði. Blóðsykurinn í líkamanum fer þá úr jafnvægi og það er ekki æskilegt og er ein af ástæðunum fyrir ýmsum sjúkdómsvandamálum. Málin eru aldrei einföld. Það sem skiptir máli er ekki bara að ræða um sykur, fitu og próteininnihald í fæðu því við þurfum allskonar næringarefni, snefilefni og vítamín fyrir líkamann. Ég segi að fólk á að borða það sem því verður vel af í hæfilegu magni og borða hægt og njóta matarins," segir Gyða.

Nú þegar hafa 2445 deilt þessari einu mynd á Facebook.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.