Lífið

Geggjað á Grímunni

Ellý Ármanns skrifar

Meðfylgjandi myndir tók Stefán Karlsson ljósmyndari á Grímunni – íslensku sviðslistaverðlaununum í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi.

Macbeth í leikstjórn Benedicts Andrews fékk verðlaun fyrir sýngu ársins. Þá fékk 
Ólafur Darri Ólafsson verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki í leikritinu Mýs og menn, og Kristbjörg Kjeld var verðlaunuð sem besta leikkona í aðahlutverki fyrir leik sinn í Jónsmessunótt.  Gunnar Eyjólfsson var sérstaklega heiðraður fyrir ævistarf í þágu sviðslista á Íslandi og Englar alheimsins var valin leiksýning ársins. Þá fékk Ragnar Bragason verðlaun fyrir leikstjórn ársins í leiksýningunni Gullregn. 

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allar myndirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.