Manndóminum fórnað fyrir rautt spjald Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2013 07:15 Pétur Viðarsson trúði ekki sínum eigin augum þegar honum var vikið af velli gegn Víkingum sumarið 2011. Fréttablaðið/Daníel Magnús Þórir Matthíasson verður fjarri góðu gamni í 7. umferð Pepsi-deildar karla á sunnudaginn þegar Keflavík sækir Stjörnuna heim. Magnús missti stjórn á skapi sínu og stuggaði við Jordan Halsman, leikmanni Fram, sem henti sér í jörðina. Óþolandi hegðun. Hjá báðum aðilum. Það færist í vöxt og sér ekki fyrir endann á því hve lágt knattspyrnumenn leggjast til þess að bæta stöðu síns liðs. Virðast því engin takmörk sett hve kjánalega menn eru tilbúnir að hegða sér til að fiska rautt spjald á andstæðinginn. Nú er ég alls ekki að afsaka heimskulega hegðun Magnúsar Þóris í fyrrnefndu atviki, enda átti hann rauða spjaldið skilið. Reglurnar eru skýrar hvað það varðar. Hann bauð hættunni heim og átti að vita betur. Staðreyndin er hins vegar sú að hefði Halsman staðið í fæturna eru allar líkur á að niðurstaðan hefði orðið tiltal til Keflvíkingsins eða í mesta lagi áminning. Gunnar Jarl Jónsson hefði ekki neyðst til þess að reka Magnús af velli.Aumingjaskapur Björgólfur Takefusa, þá leikmaður Víkings, fiskaði FH-inginn Pétur Viðarsson af velli með svipuðum hætti sumarið 2011. Var sem allur máttur hyrfi úr fótum Björgólfs þegar leikmennirnir stungu saman höfðum. Samkvæmt reglunum þurfti dómari leiksins að reka Pétur af velli. Sem betur fer, fyrir alla þá sem ofbauð aumingjaskapur Björgólfs, unnu FH-ingar leikinn. Steininn tók úr í leik FH og Keflavíkur síðastliðið sumar. Þá áttu Guðjón Árni Antoníusson og Jóhann Birnir Guðmundsson eitthvað vantalað. Fór svo að Guðjón Árni henti sér í jörðina með tilþrifum við fyrsta tækifæri og fiskaði vin sinn af velli. Jóhanni Birni var svo misboðið að hann hraunaði yfir Guðjón í viðtali eftir leikinn. Hann trúði ekki sínum eigin augum. Vinur hans hafði leitt hann í gildru. Hversu lágt geta menn lagst?Óásættanleg hegðun Því miður eru dæmin miklu fleiri en þessi þrjú en engu að síður er sjálfsagt að rifja þau upp. Leikmennirnir sem hentu sér í jörðina urðu sér til skammar. „Árásaraðilarnir“ tóku út refsingu samkvæmt reglum en hinir sluppu vel, enda leikaraskapur sem þessi, á einhvern ótrúlegan hátt, orðinn samþykktur hluti af leiknum. En svo þarf ekki að vera. Þótt dómarar verði að fara eftir reglum geta fjölmiðlar, sparkspekingar, þjálfarar, liðsfélagar og stuðningsmenn lýst yfir óánægju sinni með gang mála og reynt að hamla hegðun sem þessari. Verði þessi pistill til þess að Halsman, Björgólfur eða Guðjón Árni hugsi sig tvisvar um næst, þegar færi gefst á að fiska rautt spjald, er til einhvers unnið. Vonandi hugsa fleiri hreystimenni úr Pepsi-deild karla sinn gang. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Magnús Þórir Matthíasson verður fjarri góðu gamni í 7. umferð Pepsi-deildar karla á sunnudaginn þegar Keflavík sækir Stjörnuna heim. Magnús missti stjórn á skapi sínu og stuggaði við Jordan Halsman, leikmanni Fram, sem henti sér í jörðina. Óþolandi hegðun. Hjá báðum aðilum. Það færist í vöxt og sér ekki fyrir endann á því hve lágt knattspyrnumenn leggjast til þess að bæta stöðu síns liðs. Virðast því engin takmörk sett hve kjánalega menn eru tilbúnir að hegða sér til að fiska rautt spjald á andstæðinginn. Nú er ég alls ekki að afsaka heimskulega hegðun Magnúsar Þóris í fyrrnefndu atviki, enda átti hann rauða spjaldið skilið. Reglurnar eru skýrar hvað það varðar. Hann bauð hættunni heim og átti að vita betur. Staðreyndin er hins vegar sú að hefði Halsman staðið í fæturna eru allar líkur á að niðurstaðan hefði orðið tiltal til Keflvíkingsins eða í mesta lagi áminning. Gunnar Jarl Jónsson hefði ekki neyðst til þess að reka Magnús af velli.Aumingjaskapur Björgólfur Takefusa, þá leikmaður Víkings, fiskaði FH-inginn Pétur Viðarsson af velli með svipuðum hætti sumarið 2011. Var sem allur máttur hyrfi úr fótum Björgólfs þegar leikmennirnir stungu saman höfðum. Samkvæmt reglunum þurfti dómari leiksins að reka Pétur af velli. Sem betur fer, fyrir alla þá sem ofbauð aumingjaskapur Björgólfs, unnu FH-ingar leikinn. Steininn tók úr í leik FH og Keflavíkur síðastliðið sumar. Þá áttu Guðjón Árni Antoníusson og Jóhann Birnir Guðmundsson eitthvað vantalað. Fór svo að Guðjón Árni henti sér í jörðina með tilþrifum við fyrsta tækifæri og fiskaði vin sinn af velli. Jóhanni Birni var svo misboðið að hann hraunaði yfir Guðjón í viðtali eftir leikinn. Hann trúði ekki sínum eigin augum. Vinur hans hafði leitt hann í gildru. Hversu lágt geta menn lagst?Óásættanleg hegðun Því miður eru dæmin miklu fleiri en þessi þrjú en engu að síður er sjálfsagt að rifja þau upp. Leikmennirnir sem hentu sér í jörðina urðu sér til skammar. „Árásaraðilarnir“ tóku út refsingu samkvæmt reglum en hinir sluppu vel, enda leikaraskapur sem þessi, á einhvern ótrúlegan hátt, orðinn samþykktur hluti af leiknum. En svo þarf ekki að vera. Þótt dómarar verði að fara eftir reglum geta fjölmiðlar, sparkspekingar, þjálfarar, liðsfélagar og stuðningsmenn lýst yfir óánægju sinni með gang mála og reynt að hamla hegðun sem þessari. Verði þessi pistill til þess að Halsman, Björgólfur eða Guðjón Árni hugsi sig tvisvar um næst, þegar færi gefst á að fiska rautt spjald, er til einhvers unnið. Vonandi hugsa fleiri hreystimenni úr Pepsi-deild karla sinn gang.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira