Manndóminum fórnað fyrir rautt spjald Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2013 07:15 Pétur Viðarsson trúði ekki sínum eigin augum þegar honum var vikið af velli gegn Víkingum sumarið 2011. Fréttablaðið/Daníel Magnús Þórir Matthíasson verður fjarri góðu gamni í 7. umferð Pepsi-deildar karla á sunnudaginn þegar Keflavík sækir Stjörnuna heim. Magnús missti stjórn á skapi sínu og stuggaði við Jordan Halsman, leikmanni Fram, sem henti sér í jörðina. Óþolandi hegðun. Hjá báðum aðilum. Það færist í vöxt og sér ekki fyrir endann á því hve lágt knattspyrnumenn leggjast til þess að bæta stöðu síns liðs. Virðast því engin takmörk sett hve kjánalega menn eru tilbúnir að hegða sér til að fiska rautt spjald á andstæðinginn. Nú er ég alls ekki að afsaka heimskulega hegðun Magnúsar Þóris í fyrrnefndu atviki, enda átti hann rauða spjaldið skilið. Reglurnar eru skýrar hvað það varðar. Hann bauð hættunni heim og átti að vita betur. Staðreyndin er hins vegar sú að hefði Halsman staðið í fæturna eru allar líkur á að niðurstaðan hefði orðið tiltal til Keflvíkingsins eða í mesta lagi áminning. Gunnar Jarl Jónsson hefði ekki neyðst til þess að reka Magnús af velli.Aumingjaskapur Björgólfur Takefusa, þá leikmaður Víkings, fiskaði FH-inginn Pétur Viðarsson af velli með svipuðum hætti sumarið 2011. Var sem allur máttur hyrfi úr fótum Björgólfs þegar leikmennirnir stungu saman höfðum. Samkvæmt reglunum þurfti dómari leiksins að reka Pétur af velli. Sem betur fer, fyrir alla þá sem ofbauð aumingjaskapur Björgólfs, unnu FH-ingar leikinn. Steininn tók úr í leik FH og Keflavíkur síðastliðið sumar. Þá áttu Guðjón Árni Antoníusson og Jóhann Birnir Guðmundsson eitthvað vantalað. Fór svo að Guðjón Árni henti sér í jörðina með tilþrifum við fyrsta tækifæri og fiskaði vin sinn af velli. Jóhanni Birni var svo misboðið að hann hraunaði yfir Guðjón í viðtali eftir leikinn. Hann trúði ekki sínum eigin augum. Vinur hans hafði leitt hann í gildru. Hversu lágt geta menn lagst?Óásættanleg hegðun Því miður eru dæmin miklu fleiri en þessi þrjú en engu að síður er sjálfsagt að rifja þau upp. Leikmennirnir sem hentu sér í jörðina urðu sér til skammar. „Árásaraðilarnir“ tóku út refsingu samkvæmt reglum en hinir sluppu vel, enda leikaraskapur sem þessi, á einhvern ótrúlegan hátt, orðinn samþykktur hluti af leiknum. En svo þarf ekki að vera. Þótt dómarar verði að fara eftir reglum geta fjölmiðlar, sparkspekingar, þjálfarar, liðsfélagar og stuðningsmenn lýst yfir óánægju sinni með gang mála og reynt að hamla hegðun sem þessari. Verði þessi pistill til þess að Halsman, Björgólfur eða Guðjón Árni hugsi sig tvisvar um næst, þegar færi gefst á að fiska rautt spjald, er til einhvers unnið. Vonandi hugsa fleiri hreystimenni úr Pepsi-deild karla sinn gang. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Magnús Þórir Matthíasson verður fjarri góðu gamni í 7. umferð Pepsi-deildar karla á sunnudaginn þegar Keflavík sækir Stjörnuna heim. Magnús missti stjórn á skapi sínu og stuggaði við Jordan Halsman, leikmanni Fram, sem henti sér í jörðina. Óþolandi hegðun. Hjá báðum aðilum. Það færist í vöxt og sér ekki fyrir endann á því hve lágt knattspyrnumenn leggjast til þess að bæta stöðu síns liðs. Virðast því engin takmörk sett hve kjánalega menn eru tilbúnir að hegða sér til að fiska rautt spjald á andstæðinginn. Nú er ég alls ekki að afsaka heimskulega hegðun Magnúsar Þóris í fyrrnefndu atviki, enda átti hann rauða spjaldið skilið. Reglurnar eru skýrar hvað það varðar. Hann bauð hættunni heim og átti að vita betur. Staðreyndin er hins vegar sú að hefði Halsman staðið í fæturna eru allar líkur á að niðurstaðan hefði orðið tiltal til Keflvíkingsins eða í mesta lagi áminning. Gunnar Jarl Jónsson hefði ekki neyðst til þess að reka Magnús af velli.Aumingjaskapur Björgólfur Takefusa, þá leikmaður Víkings, fiskaði FH-inginn Pétur Viðarsson af velli með svipuðum hætti sumarið 2011. Var sem allur máttur hyrfi úr fótum Björgólfs þegar leikmennirnir stungu saman höfðum. Samkvæmt reglunum þurfti dómari leiksins að reka Pétur af velli. Sem betur fer, fyrir alla þá sem ofbauð aumingjaskapur Björgólfs, unnu FH-ingar leikinn. Steininn tók úr í leik FH og Keflavíkur síðastliðið sumar. Þá áttu Guðjón Árni Antoníusson og Jóhann Birnir Guðmundsson eitthvað vantalað. Fór svo að Guðjón Árni henti sér í jörðina með tilþrifum við fyrsta tækifæri og fiskaði vin sinn af velli. Jóhanni Birni var svo misboðið að hann hraunaði yfir Guðjón í viðtali eftir leikinn. Hann trúði ekki sínum eigin augum. Vinur hans hafði leitt hann í gildru. Hversu lágt geta menn lagst?Óásættanleg hegðun Því miður eru dæmin miklu fleiri en þessi þrjú en engu að síður er sjálfsagt að rifja þau upp. Leikmennirnir sem hentu sér í jörðina urðu sér til skammar. „Árásaraðilarnir“ tóku út refsingu samkvæmt reglum en hinir sluppu vel, enda leikaraskapur sem þessi, á einhvern ótrúlegan hátt, orðinn samþykktur hluti af leiknum. En svo þarf ekki að vera. Þótt dómarar verði að fara eftir reglum geta fjölmiðlar, sparkspekingar, þjálfarar, liðsfélagar og stuðningsmenn lýst yfir óánægju sinni með gang mála og reynt að hamla hegðun sem þessari. Verði þessi pistill til þess að Halsman, Björgólfur eða Guðjón Árni hugsi sig tvisvar um næst, þegar færi gefst á að fiska rautt spjald, er til einhvers unnið. Vonandi hugsa fleiri hreystimenni úr Pepsi-deild karla sinn gang.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira