Lífið

Beyoncé fótósjoppuð í drasl

Tískuhús Roberto Cavalli sendi frá sér fréttatilkynningu í vikunni með mynd af söngkonunni Beyoncé í silkikjól sem var hannaður sérstaklega fyrir tónleikaferðalag hennar Mrs. Carter.

Kvenlegar línur söngkonunnar hafa greinilega ekki vakið lukku hjá Cavalli og er búið að breyta Beyoncé í ofurmjóa konu og líkist hún fremur teikningu en manneskju.

Myndin umdeilda.

Myndin hefur vægast sagt vakið óánægju á Facebook-síðu Roberto Cavalli og efast aðdáendur Beyoncé að hún sé ánægð með þetta uppátæki. Skemmst er frá því að minnast að hún heimtaði að auglýsingamyndir hennar fyrir H&M væru teknar úr umferð á dögunum því þær voru of fótósjoppaðar.

Beyoncé í silkikjólnum.
Hjónin saman uppi á sviði á tónleikaferðalaginu.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.