Lífið

Berst enn við aukakílóin

Fyrrverandi dansarinn Kevin Federline hefur tekið þátt í ýmsum raunveruleikaþáttum til að reyna að losna við aukakílóin en ekkert gengur.

Hann var myndaður fyrir stuttu með kærustu sinni Victoriu Prince og 22ja mánaða gamalli dóttur þeirra, Jordan Kay. Eins og sést á myndunum berst Kevin enn við aukakílóin.

Kevin er orðinn ansi stór.

Kevin er eins og margir vita fyrrverandi eiginmaður söngkonunnar Britney Spears og eiga þau saman synina tvo, Sean Preston og Jayden James. Þau voru gift í tvö ár og varð Kevin svo þunglyndur eftir skilnaðinn að hann drakk 24 dósir af gosi á dag og byrjaði að borða alltof mikið af ruslfæði.

Britney og Kevin giftu sig árið 2004 en skildu tveimur árum seinna.
Spengilegur þegar hann dansaði enn.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.