Lífið

Gullgyðjan stal senunni

Fræga fólkið smellti sér í sitt fínasta púss á sjónvarpsverðlaunahátíðinni Critics’ Choice á mánudagskvöldið en það var ein stjarna sem stal senunni.

Hin breska Cat Deeley, sem er kynnir í dansþættinum So You Think You Can Dance, mætti á rauða dregilinn í gullkjól frá Monique Lhuillier og voru allra augu á henni.

Þetta er sko kjóll í lagi!

Ljósa hárið var hún síðan með í léttum bylgjum og hélt farðanum í lágmarki til að sýna náttúrulega fegurð sína. Cat er alveg með’etta!

Á sviðinu með Jack Osbourne.
Cat er flottari en módelið í kjólnum.
Einn besti sjónvarpskynnir í heimi.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.