Lífið

19 milljóna trúlofunarhringur

Knattspyrnumaðurinn skrautlegi Mario Balotelli fór á skeljarnar um helgina og bað um hönd kærustu sinnar Fanny Neguesha.

Fanny sagði já og birti mynd af trúlofunarhringnum á Instagram-síðu sinni en hann er talinn kosta hundrað þúsund pund, tæplega nítján milljónir króna.

Ástfangin.

Fanny og Mario eru búin að vera að deita í hálft ár og eru að sögn kunnugra byrjuð að plana stóra daginn.

Nítján milljóna hjarta.

Ástarmál Marios hafa verið mikið á milli tannanna á fólki eftir að fyrrverandi kærasta hans, Raffaella Fico, fæddi barn fyrir fjórum mánuðum. Hún heldur því fram að dóttir hennar Pia sé dóttir hans. Mario hefur neitað því staðfastlega og heimtar faðernispróf til að sanna að hann sé ekki faðir stúlkunnar.

Nennirðu að kaupa eitthvað meira handa mér?

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.