Lífið

Úr Beverly Hills í strippið

Leikarinn Ian Ziering kom fram með karlstrippurunum í Chippendales-flokknum í Las Vegas á laugardagskvöldið en hann er hvað þekktastur fyrir að leika í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210.

Ian er orðinn 49 ára gamall en það sést ekki á honum enda búinn að koma sér í toppform til að strippa með strákunum.

Hefur lítið breyst síðan hann lék Steve Sanders í Beverly Hills 90210.

Ian er sérstakur gestadansari hjá Chippendales allan júnímánuð á hótelinu og spilavítinu Rio All-Suite.

Bara venjulegt kvöld með strákunum.
Búinn að vera duglegur í ræktinni.
Allir berir að ofan - nema Ian.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.