Ölvisholt Brugghús hefur sett á markað sumarbjórinn Röðull - India Pale Ale. Röðull er bruggaður að bandarískri fyrirmynd og er ljóst öl en með töluvert meira magn af humlum en venjulegt ljóst öl.
Í tilkynningu segir að humlarnir gefa kröftuga beiskju og skínandi sumarlegan ilm og bragð og er þetta því sannkallaður sælkerabjór sem bjórunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
Ölvisholt Brugghús vinnur eftir hugmyndafræði örbrugghúsa sem fóru að stinga upp kollinum seint á síðustu öld en flest eiga þau það sameiginlegt að framleiða metnaðarfyllri bjór en gengur og gerist.
Ölvisholt Brugghús er staðsett í Ölvisholti í Flóahreppi. Brugghúsið er í gömlu fjósi sem gert hefur verið upp af eigendum.
Viðskipti innlent