Lífið

Ég borða súkkulaði og fæ ekki samviskubit

Girls Aloud-skvísan Kimberley Walsh segist aldrei fara í megrun lengur enda sé það óheilbrigt og ömurlegt.

“Ég fór í megrun þegar ég var unglingur en ekki lengur. Mér finnst það ömurlegt og óheilbrigt. Ég reyni að borða hollt en ég fer svo sannarlega ekki í megrun lengur. Ef þú lifir heilsusamlegu lífi og hreyfir þig geturðu borðað það sem þú vilt,” segir Kimberley sem er samt enn þá sælkeri.

Kvenleg.

“Ég fæ mér smá súkkulaði við og við og ég fæ ekki samviskubit. Ég hreyfi mig mikið og einbeiti mér að því að móta líkamann,” segir þessi fagra söngkona.

Hreyfir sig mikið.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.