Breyta þarf stjórnarskrá til að leggja niður Landsdóm Jóhannes Stefánsson skrifar 29. júní 2013 20:11 ANTON/samsett „Það er ljóst að það er kveðið á um Landsdóm í 14. grein stjórnarskrárinnar. Það þýðir að það er ekki hægt að leggja hann niður nema að breyta henni," segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari í viðtali við fréttastofu. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 er ráðgert að Landsdómur verði lagður niður í ljósi ályktunar Evrópuráðsþingsins sem gerir ráð fyrir því að lýðræðið og réttarríkið krefjist þess að stjórnmálamenn séu verndaðir fyrir því að vera ákærðir vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku sem kjörnir fulltrúar í embætti. Eins og sakir standa eru í gildi lög nr. 3/1963 um Landsdóm, en það eru lögin sem réttarhöldin gegn Geir H. Haarde voru höfðuð eftir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra telur rétt að „setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.“Segir málshöfðuninaallan tímann hafa verið fráleita Aðspurður segir Jón Steinar málshöfðunina á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verið fráleita: „Ég tel og hef allan tímann talið að málsóknin gegn Geir H. Haarde hafi verið fráleit. Þetta var bara pólitísk uppákoma eins og gerast í stjórnmálaátökum. Það var að mínu mati aldrei nokkur efni til neinnar málshöfðunar gegn Geir H. Haarde." Jón telur rétt að kjörnir fulltrúar séu ekki látnir sæta refsingum fyrir pólitískar ákvarðanir. „Það er þannig að það sem hann gerði í embætti voru bara ákvarðanir sem ráðherrar og ríkisstjórnir taka. Síðan er þetta mál höfðað sem var mikið glapræði. Það var mjög flokkspólitískur keimur af því. Ég býst við því að flest fólk í þessu landi sem horfir á þetta mál vilji ekki að stjórnmálaágreiningur í landinu sé ekki útkljáður fyrir dómstólum. Ég held að það sé það sama og þessi ályktun er að segja, að við gerum út af við pólitískan ágreining í kosningum en ekki með málsóknum og refsikröfum." Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Það er ljóst að það er kveðið á um Landsdóm í 14. grein stjórnarskrárinnar. Það þýðir að það er ekki hægt að leggja hann niður nema að breyta henni," segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari í viðtali við fréttastofu. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 er ráðgert að Landsdómur verði lagður niður í ljósi ályktunar Evrópuráðsþingsins sem gerir ráð fyrir því að lýðræðið og réttarríkið krefjist þess að stjórnmálamenn séu verndaðir fyrir því að vera ákærðir vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku sem kjörnir fulltrúar í embætti. Eins og sakir standa eru í gildi lög nr. 3/1963 um Landsdóm, en það eru lögin sem réttarhöldin gegn Geir H. Haarde voru höfðuð eftir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra telur rétt að „setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.“Segir málshöfðuninaallan tímann hafa verið fráleita Aðspurður segir Jón Steinar málshöfðunina á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verið fráleita: „Ég tel og hef allan tímann talið að málsóknin gegn Geir H. Haarde hafi verið fráleit. Þetta var bara pólitísk uppákoma eins og gerast í stjórnmálaátökum. Það var að mínu mati aldrei nokkur efni til neinnar málshöfðunar gegn Geir H. Haarde." Jón telur rétt að kjörnir fulltrúar séu ekki látnir sæta refsingum fyrir pólitískar ákvarðanir. „Það er þannig að það sem hann gerði í embætti voru bara ákvarðanir sem ráðherrar og ríkisstjórnir taka. Síðan er þetta mál höfðað sem var mikið glapræði. Það var mjög flokkspólitískur keimur af því. Ég býst við því að flest fólk í þessu landi sem horfir á þetta mál vilji ekki að stjórnmálaágreiningur í landinu sé ekki útkljáður fyrir dómstólum. Ég held að það sé það sama og þessi ályktun er að segja, að við gerum út af við pólitískan ágreining í kosningum en ekki með málsóknum og refsikröfum."
Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira