Hugmyndin að sýningunni vaknaði þegar lítið virtist vera í boði fyrir þá fjölmörgu ferðamenn sem heimsækja ráðhús Reykjavíkur daglega til að skoða Íslandskortið í Tjarnasal. Reykjavík var í ágúst 2011 útnefnd bókmenntaborg UNESCO og var sýningin sett upp með hliðsjón af því.
"Og þá kemur þessi hugmynd upp, að halda upp á þær íslensku bækur sem þýddar hafa verið á erlendum tungumálum. Við erum með um 250 titla hérna sem fólk getur skoðað á 50 tungumálum, ef ekki fleirum", segir Ingi Þór Jónsson, framkvæmdarstjóri sýningarinnar.
Bókamessan í Frankfurt, þar sem Ísland var með sýningu, þóttist heppnast afar vel og er innblásturinn fyrir uppsetningu sýningarinnar í Ráðhúsinu að hluta til sóttur þaðan.
"Við höfum svona reynt að gera svona þrjú afbrigði af mini íslenskum stofum og það ætti að geta gefið þeim smá tækifæri á að upplifa okkur."

"Hann er hundrað ára gamall en þetta er af tvö til þrjú hundruð ára gömlum trjám. Þetta er samskonar viður og þeir hafa notað í sökklana í húsunum í Feneyjum", segir Jóhann.
Stóllinn sem Jóhann hannaði og nefnist upp á enska tungu; The Gift of Spirit keppir til úrslita á alþjóðlegri innanhúshönnunarkeppni í London. Ekki er útilokað að stóllinn fari í fjöldaframleiðslu. Athyglin sem hönnun Jóhanns hefur fengið hefur komið honum sjálfum á óvart.
"Það er bara gott. Ég hafði ekki hugmynd um að ég gæti smíðað eða hannað nokkurn skapaðan hlut."