Eigum að lifa í sátt við lúpínuna Ingveldur Geirsdóttir skrifar 28. júní 2013 19:07 Lúpínan er nú í blóma og málar landið víða fjólubláum litum landsmönnum ýmist til ama eða unaðar. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur mælir með því að við lifum í sátt við lúpínuna og mælir gegn því að eitrað sé fyrir henni. Alaskalúpínan var fyrst flutt til Íslands um aldamótin 1900 sem garðplanta og um fimmtíu árum síðar var farið að nota hana í landgræðslu. Hún hefur víða gert sitt gagn en sitt sýnist hverjum um útbreiðslu hennar nú, en lúpínan hefur náð að dreifa sér hratt um landið. „Þetta er mjög gagnleg planta til landgræðslu og sem undanfari skógræktar, planta sem gerir Íslendingum mikið gagn og landinu þannig að ég held að menn eigi að fara mjög varlega í að tala um útrýmingu á jafn nytsamri plöntu og lúpínan er," segir Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Náttúrufræðstofnun Íslands og Landgræðsla ríkisins gáfu nýverið út bækling um lúpínu og skógarkerfil. En þær plöntur flokkast sem ágengar og hafa þessar tvær stofnanir það að markmiðið að heft útbreiðslu þeirra. Í bæklingnum segir að til að hefta útbreiðslu lúpínunnar megi stínga upp stakar plöntur, slá lúpínubreiður, beita sauðfé á landið eða nota illgresiseyði. Helga finnst ekki ábyrgt að gefinn sé út leiðbeiningabæklingur þar sem hvatt er til eiturefnanotkunar út í náttúrunni. Það hafi líka komið í ljós í nýlegri evrópskri rannsókn, sem náði til átján landa, að það tiltekna eiturefni sem er mest notað sem illgresiseitur á Íslandi fannst í 10% til 90% tilvika í þvagi fólks í þessum átján löndum. „Þetta er einhver hlutur sem menn verða að skoða rækilega, ekki síst þar sem lúpínusvæði eru oft í kringum þéttbýli. Þetta getur borist í vatnið, þetta fer inn í fæðukeðjuna, mér finnst ekki rétt að gera þetta svona." Helgi mælir með hinni náttúrulegu aðferð vilji fólk losna við lúpínuna. „Ég mæli með hinni náttúrulegu aðferð. Grasafræðingar hafa bent á að hún virðist hörfa eftir þrjátíu til fimmtíu ár. Það er einfaldast að fólk sættist við þessa plöntu, að hún fái að skila sinni vinnu, hneigi sig síðan og fari," segir Helgi. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lúpínan er nú í blóma og málar landið víða fjólubláum litum landsmönnum ýmist til ama eða unaðar. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur mælir með því að við lifum í sátt við lúpínuna og mælir gegn því að eitrað sé fyrir henni. Alaskalúpínan var fyrst flutt til Íslands um aldamótin 1900 sem garðplanta og um fimmtíu árum síðar var farið að nota hana í landgræðslu. Hún hefur víða gert sitt gagn en sitt sýnist hverjum um útbreiðslu hennar nú, en lúpínan hefur náð að dreifa sér hratt um landið. „Þetta er mjög gagnleg planta til landgræðslu og sem undanfari skógræktar, planta sem gerir Íslendingum mikið gagn og landinu þannig að ég held að menn eigi að fara mjög varlega í að tala um útrýmingu á jafn nytsamri plöntu og lúpínan er," segir Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Náttúrufræðstofnun Íslands og Landgræðsla ríkisins gáfu nýverið út bækling um lúpínu og skógarkerfil. En þær plöntur flokkast sem ágengar og hafa þessar tvær stofnanir það að markmiðið að heft útbreiðslu þeirra. Í bæklingnum segir að til að hefta útbreiðslu lúpínunnar megi stínga upp stakar plöntur, slá lúpínubreiður, beita sauðfé á landið eða nota illgresiseyði. Helga finnst ekki ábyrgt að gefinn sé út leiðbeiningabæklingur þar sem hvatt er til eiturefnanotkunar út í náttúrunni. Það hafi líka komið í ljós í nýlegri evrópskri rannsókn, sem náði til átján landa, að það tiltekna eiturefni sem er mest notað sem illgresiseitur á Íslandi fannst í 10% til 90% tilvika í þvagi fólks í þessum átján löndum. „Þetta er einhver hlutur sem menn verða að skoða rækilega, ekki síst þar sem lúpínusvæði eru oft í kringum þéttbýli. Þetta getur borist í vatnið, þetta fer inn í fæðukeðjuna, mér finnst ekki rétt að gera þetta svona." Helgi mælir með hinni náttúrulegu aðferð vilji fólk losna við lúpínuna. „Ég mæli með hinni náttúrulegu aðferð. Grasafræðingar hafa bent á að hún virðist hörfa eftir þrjátíu til fimmtíu ár. Það er einfaldast að fólk sættist við þessa plöntu, að hún fái að skila sinni vinnu, hneigi sig síðan og fari," segir Helgi.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira