Lífið

JÖR goðið blandar djús alla daga

Ellý Ármanns skrifar
Rafn Ingi Rafnsson, 19 ára, starfar á veitingastaðnum Lemon á Suðurlandsbraut sem „djúsari". Það vakti athygli Lífsins að Rafn er líka sjóðheit fyrirsæta sem hefur vakið verðskuldaða athygli í auglýsingum haust- og vetrarlínu JÖR by Guðmundur Jörundsson.

Þetta andlit blandar djús allan daginn. Það er eitthvað rangt við það.
Flottasta fyrirsæta sem JÖR hefur séð

Við spurðum fatahönnuðinn Guðmund Jörundsson af hverju hann valdi djúsarann til að vera andlit fatalínunnar í ár?  

„Hann er tignarlegur ungur maður sem ber með sér einstakan þokka. Einnig er hann kurteis og vel gefinn. Rafn er ein flottasta fyrirsæta sem ég hef séð. Til viðbótar er rosalega gott að vinna með honum; jákvæður og hress."



Dásamleg jakkaföt og síða hárið. Mjög kúl.
Hann er með útgeislun

Þá spurðum við einnig Jón Gunnar Geirdal annan eiganda veitingahúsakeðjunnar Lemon um fyrirsætuna: „Hann rammar það inn sem Lemon starfsmaður þarf að hafa. Ferska og flotta nærveru og útgeislun. Eldhress og skemmtilegur og svo skemmir ekki fyrir að hann er að vinna með fatahönnuði Íslands."

Við náðum mynd af módelinu við djúsvélina.
Teinóttur og mjög hugsi. JÖR kann að velja fyrirsætur.
„Hann er tignarlegur ungur maður sem ber með sér einstakan þokka," sagði Guðmundur Jörundsson fatahönnuður um Rafn.
Haust- og vetrarlína JÖR er æðisleg.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.