Lífið

María Sigrún fréttakona á von á öðru barni

Ellý Ármanns skrifar
MYND/BJÖRG VIGFÚSDÓTTIR.
Fréttakonan María Sigrún Hilmarsdóttir gengur með sitt annað barn.  Eiginmaður Maríu Sigrúnar er Pétur Árni Jónsson, útgáfustjóri Viðskiptablaðsins, en þau giftu sig árið 2011. Þetta er annað barn þeirra hjóna en fyrir eiga þau eins árs dreng, Hilmar Árna. María á von á barninu í desember.

María prýddi forsíðu Lífsins í fyrra. Þar sagði hún meðal annars:

„Mér hefur aldrei liðið betur. Þetta er besta og skemmtilegasta hlutverk sem ég hef fengið. Ég elska að vera mamma. Þetta er gjörbreyting á lífinu en svo ánægjuleg. Mér finnst yndislegt að vera heima í fæðingarorlofi. Stundum lít ég ekki á klukkuna heilu dagana... og ekki í spegilinn heldur. Við gerum hlutina á okkar tíma. Þetta er gjörólíkt anna¬sömu starfi fréttamannsins, sem er með mörg „deadline" á dag. Ég er gömul sál og mér finnst svo gott að hafa það huggulegt heima með litla snáðanum okkar, elda, baka, þvo þvott og dytta að heimilinu og hlusta á rólega tónlist. Ég myndi una mér vel sem heimavinnandi húsmóðir. Mér leiðist aldrei og furða mig á því hvað tíminn líður hratt. Ég er eins og ungamamma í hreiðri og elska dagana þar sem ekkert er á dagskrá.“

Hér má lesa forsíðuviðtalið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.