Lífið

Lækkar verðið um 750 milljónir

Tónlistarmaðurinn Pharrell Williams er greinilega kominn með leið á að vera með þakíbúð sína í Miami á sölu og hefur lækkað verðið á henni um sex milljónir dollara, tæplega 750 milljónir króna.Íbúðin hefur verið á sölu í hálft ár og er nú föl fyrir 10,9 milljónir dollara, tæpa 1,4 milljarða króna, en Pharrell keypti eignina árið 2007.

Pharrell á sand af seðlum.
Íbúðin er búin fimm svefnherbergjum og sex baðherbergjum og er útsýnið yfir Biscayne-flóa gjörsamlega geggjað – enda íbúðin á 40. hæð. Að sjálfsögðu fylgir íbúðinni sundlaug og einkalyfta.

Félagarnir Robin Thicke og Pharrell eru umdeildir þessa dagana vegna lagsins Blurred lines.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.