Lífið

Tveggja metra hár strumpur á vappi

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/Mummi Lú
Meðfylgjandi myndir voru teknar á laugardaginn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem alþjóðlegi Strumpadagurinn var haldinn hátíðlegur.  Gestir garðsins gæddu sér á allskyns bláu góðgæti, létu mála sig í framan og hittu fyrir alvöru tveggja metra háan Strump. 

Aðsókn í garðinn var með eindæmum góð en forsvarsmenn gera ráð fyrir að um þjrú þúsund manns hafi lagt leið sína í garðinn á þessum gleðidegi.  Dagurinn var einnig haldinn hátíðlegur víðsvegar um heiminn en það var Sena sem stóð á bak við daginn hér á landi.

Eldheitir Strumpaaðdáendur þurfa ekki að bíða lengi eftir því að nýja Strumpamyndin komi, því hún verður heimsfrumsýnd hér á Íslandi er 31. júlí næstkomandi. 

Strumparnir komu fyrst fram á sjónbarsviðið í teiknimyndasögum árið 1958. í gegnum árin hafa þessar litlu bláu verur ekki einungis verið í bókum, á sjónvarpsskjám og á hvíta tjaldinu heldur hafa einnig látið til sín taka í plötuútgáfu og verið framleiddar sem leikföng. Strumparnir eru þekktir um allan heim og eru í stöðugri endurnýjun.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að fletta myndaalbúminu.

Bíllinn í Húsdýragarðinum var skreyttur í tilefni dagsins.
Gaman saman.
Má ég kreista á þér nefið? Auðvitað, ekkert mál!
Andlitsmálning slær alltaf í gegn hjá unga fólkinu.
Fólk á öllum aldri mætti í Húsdýragarðinn.
Strumpurinn vakti mikla lukku.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.