Fótbolti

City gefst upp á Cavani

Stefán Árni Pálsson skrifar
Edinson Cavani
Edinson Cavani Mynd / Getty Images
Enska knattspyrnuliðið Manchester City virðist hafa lagt árar í bát í kapphlaupinu um  úrúgvæska framherjann Edinson Cavani frá Napoli.

Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, heldur þessu fram í ítölskum fjölmiðlum.

Real Madrid og PSG haga einnig áhuga á leikmanninum en forsetinn er vongóður um að halda í þennan magnaða leikmann.

„Það hefur ekkert breyst varðandi Edison, hann er ennþá okkar leikmaður  og við munum gera allt til að halda í hann.“

„Það verður erfitt að halda honum ef lið eins og Real Madrid, Bayern Munich eða Barcelona reyna að nálgast hann en Manchester City virðist hafa gefist upp á því að fá Cavani til liðsins.“

„Hann varð að þeim leikmanni sem hann er í dag hjá Napoli og ég hef trú á því að það eigi eftir að skipta sköpum í ákvörðun hans um framtíðina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×