Audi rekur þróunarstjórann Finnur Thorlacius skrifar 21. júní 2013 09:36 Wolfgang Dürheimer brottrekinn þróunarstjóri Audi Wolfgang Dürheimer hefur gegnt starfi þróunarstjóra Audi frá miðju síðasta ári og bar hann ábyrgð á stefnu Audi varðandi framleiðslulínu fyrirtækisins og áherslur í tækniþróun. Svo oft hefur stefna Dürheimer stangast á við skoðanir forstjóra Volkswagen Group, Martin Winterkorn, að hann hefur nú rekið Dürheimer, segir í tímaritinu Des Spiegel. Áður en Dürheimer hóf störf hjá Audi gegndi hann samskonar starfi hjá Bentley og Bugatti, en bæði þau merki tilheyra Volkswagen. Þar á undan var hann þróunarstjóri Porsche og er hann ef til vill þekktastur fyrir að hafa tekið ákvörðun um framleiðslu á Cayenne jeppanum sem reynst hefur Porsche svo arðsamt. Hjá Audi hefur Dürheimer dregið mjög úr áherslu á rafmagnsbíla og hann tók ákvörðun um að stöðva kostnaðarsama þróun R8 E-Tron og A1 E-Tron rafmagnsbílanna. Winterkron hefur einnig verið óánægður með stefnu Dürheimer í hönnun og útliti Audi bíla og á endanum gátu þeir tveir hreinlega ekki unnið saman. Framtíð Dürheimer hjá Volkswagen grúppunni er óljós sem stendur, en eftirmaður hans verður Ulrich Hackenberg. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Wolfgang Dürheimer hefur gegnt starfi þróunarstjóra Audi frá miðju síðasta ári og bar hann ábyrgð á stefnu Audi varðandi framleiðslulínu fyrirtækisins og áherslur í tækniþróun. Svo oft hefur stefna Dürheimer stangast á við skoðanir forstjóra Volkswagen Group, Martin Winterkorn, að hann hefur nú rekið Dürheimer, segir í tímaritinu Des Spiegel. Áður en Dürheimer hóf störf hjá Audi gegndi hann samskonar starfi hjá Bentley og Bugatti, en bæði þau merki tilheyra Volkswagen. Þar á undan var hann þróunarstjóri Porsche og er hann ef til vill þekktastur fyrir að hafa tekið ákvörðun um framleiðslu á Cayenne jeppanum sem reynst hefur Porsche svo arðsamt. Hjá Audi hefur Dürheimer dregið mjög úr áherslu á rafmagnsbíla og hann tók ákvörðun um að stöðva kostnaðarsama þróun R8 E-Tron og A1 E-Tron rafmagnsbílanna. Winterkron hefur einnig verið óánægður með stefnu Dürheimer í hönnun og útliti Audi bíla og á endanum gátu þeir tveir hreinlega ekki unnið saman. Framtíð Dürheimer hjá Volkswagen grúppunni er óljós sem stendur, en eftirmaður hans verður Ulrich Hackenberg.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent