Miami meistari annað árið í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2013 07:02 Mynd/AP Miami Heat tryggði sér sinn annan NBA-meistaratitil í röð eftir sjö stiga sigur, 95-88, á San Antonio Spurs í oddaleik liðanna um titilinn í nótt. LeBron James var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna en það er einnig annað árið í röð sem það gerist. James skoraði 37 stig í nótt og tók tólf fráköst. Hann hefur nú unnið tvo titla og Ólympíugull á aðeins tólf mánaða tímabili. „Ég legg mikið á mig og æfi mig í sumarfríinu. Það er því ekkert sem toppar það að ná þessum árangri. Ég er orðlaus,“ sagði James eftir leikinn í nótt en myndbönd úr leiknum má sjá neðst í fréttinni. Stóra tækifærið hjá San Antonio kom í síðasta leik er liðið var hársbreidd frá því að klára leikinn og vinna titilinn. Leikurinn í nótt var jafn en Miami var oftast skrefinu á undan og sigldi fram úr á lokamínútunni.Tim Duncan fékk þó tækifæri til að jafna leikinn í stöðunni 90-88. Hann fékk gott skotfæri undir körfunni en hitti ekki, né heldur eftir að hafa sjálfur náð frákastinu. Duncan, sem er 37 ára gamall og fjórfaldur meistari, virtist bugaður eftir þetta. James kom svo Miami fjórum stigum yfir er hálf mínúta var eftir. Manu Ginobili tapaði svo boltanum klaufalega og James kláraði leikinn endanlega af vítalínunni. Líklegt er að þetta hafi verið í síðasta sinn sem þeir Duncan, Ginobili og Tony Parker spili saman í lokaúrslitunum en eftir hetjulega baráttu framan af í nótt urðu þeir að játa sig sigraða. „Ég er enn með síðasta leik í kollinum. Við spiluðum ágætlega í dag en þeir hittu bara betur en við,“ sagði Ginobili. „LeBron snögghitnaði og Shane Battier líka. Svona lagað gerist. En það er bara svo erfitt að missa af titlinum þegar maður sér að hann var innan seilingar.“Battier hafði átt erfitt uppdráttar í úrslitakeppninni en hann var frábær í nótt og skoraði átján stig. Wade var með 23 stig og tíu fráköst en þess má geta að Chris Bosh var stigalaus í nótt. Kawhi Leonard átti frábæran leik fyrir San Antonio. Hann skoraði nítján stig og tók sextán fráköst. Ginobili var með átján stig en Parker, sem nýtti aðeins þrjú skot af tólf, var með tíu. Danny Green, sem spilaði svo vel í úrslitakeppninni, nýtti aðeins eitt skot af tólf. Maður kvöldsins var þó án efa títtnefndur LeBron James sem hefur nú skorað 33,8 stig að meðaltali í oddaleikjum í sjö leikja seríum. Hann hefur tekið fram úr Michael Jordan hvað þetta varðar og er enn og aftur að sýna að þarna fer einn besti leikmaður sögunnar. NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Miami Heat tryggði sér sinn annan NBA-meistaratitil í röð eftir sjö stiga sigur, 95-88, á San Antonio Spurs í oddaleik liðanna um titilinn í nótt. LeBron James var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna en það er einnig annað árið í röð sem það gerist. James skoraði 37 stig í nótt og tók tólf fráköst. Hann hefur nú unnið tvo titla og Ólympíugull á aðeins tólf mánaða tímabili. „Ég legg mikið á mig og æfi mig í sumarfríinu. Það er því ekkert sem toppar það að ná þessum árangri. Ég er orðlaus,“ sagði James eftir leikinn í nótt en myndbönd úr leiknum má sjá neðst í fréttinni. Stóra tækifærið hjá San Antonio kom í síðasta leik er liðið var hársbreidd frá því að klára leikinn og vinna titilinn. Leikurinn í nótt var jafn en Miami var oftast skrefinu á undan og sigldi fram úr á lokamínútunni.Tim Duncan fékk þó tækifæri til að jafna leikinn í stöðunni 90-88. Hann fékk gott skotfæri undir körfunni en hitti ekki, né heldur eftir að hafa sjálfur náð frákastinu. Duncan, sem er 37 ára gamall og fjórfaldur meistari, virtist bugaður eftir þetta. James kom svo Miami fjórum stigum yfir er hálf mínúta var eftir. Manu Ginobili tapaði svo boltanum klaufalega og James kláraði leikinn endanlega af vítalínunni. Líklegt er að þetta hafi verið í síðasta sinn sem þeir Duncan, Ginobili og Tony Parker spili saman í lokaúrslitunum en eftir hetjulega baráttu framan af í nótt urðu þeir að játa sig sigraða. „Ég er enn með síðasta leik í kollinum. Við spiluðum ágætlega í dag en þeir hittu bara betur en við,“ sagði Ginobili. „LeBron snögghitnaði og Shane Battier líka. Svona lagað gerist. En það er bara svo erfitt að missa af titlinum þegar maður sér að hann var innan seilingar.“Battier hafði átt erfitt uppdráttar í úrslitakeppninni en hann var frábær í nótt og skoraði átján stig. Wade var með 23 stig og tíu fráköst en þess má geta að Chris Bosh var stigalaus í nótt. Kawhi Leonard átti frábæran leik fyrir San Antonio. Hann skoraði nítján stig og tók sextán fráköst. Ginobili var með átján stig en Parker, sem nýtti aðeins þrjú skot af tólf, var með tíu. Danny Green, sem spilaði svo vel í úrslitakeppninni, nýtti aðeins eitt skot af tólf. Maður kvöldsins var þó án efa títtnefndur LeBron James sem hefur nú skorað 33,8 stig að meðaltali í oddaleikjum í sjö leikja seríum. Hann hefur tekið fram úr Michael Jordan hvað þetta varðar og er enn og aftur að sýna að þarna fer einn besti leikmaður sögunnar.
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins