Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - KR 2-3 | Þrenna hjá Gary Stefán Hirst Friðriksson skrifar 30. júní 2013 18:13 Gary Martin var hetja KR-inga en hann skoraði öll mörk liðsins í góðum 3-2 sigri á Fylkismönnum í Árbænum í kvöld. Leikurinn var bráðfjörugur og voru Fylkismenn nálægt því að jafna metin á lokamínútunum en tókst ekki. KR-ingar voru miklu mun sterkari í fyrri hálfleiknum og leiddu þeir þegar flautað var til hálfleiks eftir mark Gary Martin. Það var allt annað upp á teningnum í síðari hálfleiknum en KR-ingar byrjuðu hann betur og náðu þeir strax tveggja marka forystu eftir annað mark Gary Martin. Fylkismenn voru ekki lengi að svara en þar var að verki Kjartan Ágúst Breiðdal en hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Á 54. mínútu leiksins átti sér stað umdeilt atvik en þá virtist Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður KR, brjóta á Viðari Erni Kjartanssyni. Leikmenn og stuðningsmenn voru allir sammála um að Brynjar ætti með brotinu að fá sitt síðara gula spjald og þar af leiðandi vera rekinn útaf vellinum. Valgeir Valgeirsson, dómari leiksins var hinsvegar á öðru máli því að hann gaf Viðari Erni, gult spjald fyrir leikaraskap. Ótrúlega umdeilt atvik og virtust KR-ingar sleppa með skrekkinn. Gary Martin fullkomnaði svo þrennu sína stuttu síðar. Fylkismenn minnkuðu aftur muninn stuttu síðar og voru þeir mjög nálægt því að jafna metin á lokamínútum en inn vildi boltinn ekki og góður sigur KR-inga staðreynd. Fylkismenn geta verið stoltir af frammistöðu sinni í síðari hálfleiknum en þeir voru óheppnir að ná ekki í stig í kvöld. Bikarmeistarar KR eru eftir umferð kvöldsins með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar.Ásmundur: Skandall ársins „Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem við erum nálægt því að ná í stig. Við erum búnir að vera að glíma við þetta dálítið í sumar. Það vantar herslumuninn upp á." „Ef við lítum á leikinn heilt yfir þá fannst mér við sýna KR-ingum full mikla virðingu í fyrri hálfleiknum og vorum við á hælunum. Það var hinsvegar allt annað lið sem kom til leiks í síðari hálfleiknum. Við ætluðum okkur að ná í eitthvað úr þessum leik en það gekk ekki," sagði Ásmundur. Ásmundur var mjög ósáttur við Valgeir Valgeirsson í leiknum en hann sagði það vera skandal ársins að hafa ekki rekið Brynjar Björn Gunnarsson, leikmann KR af velli. „Þetta er eitt af því sem við erum líka að eiga við. Núna erum við búnir að mæta FH og KR og það eru litlu atriðin sem virðast falla með stóru liðunum. Það virðist vera auðveldara að dæma á litlu liðin," bætti Ásmundur við. „Valgeir á að ég held stærsta skandalinn í fyrra þegar við vorum á KR-vellinum og held ég að hann eigi það líka í ár. Þetta var klárt rautt spjald sem Brynjar Björn átti að fá," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok.Rúnar: Viðar á það til að henda sér niður „Við áttum í vök að verjast undir lok leiksins en þetta hafðist hjá okkur á endanum. Við erum sáttir með sigurinn en þetta var ekkert sérlega sannfærandi hjá okkur," „Við vorum tvisvar í kjörstöðu til þess að klára leikinn í síðari hálfleiknum en við hleyptum þeim alltaf inn í leikinn. Ég var ekki ánægður með það enda fannst mér þeir lítið vera að ógna," sagði Rúnar. Aðspurður um atvikið þegar Viðar Örn fékk gula spjaldið fyrir leikaraskap sagði Rúnar: „Þetta var alltof langt frá mér og sá ég því þetta ekki almennilega. Þekkjandi Viðar þá finnst mér ekkert ólíklegt að hann hafi hent sér niður. Mér fannst hann gera það nokkrum sinnum í leiknum - að henda sér niður að óþörfu. Þetta er smá ljóður á hans leik hversu oft hann hendir sér í jörðina," bætti Rúnar við. „Við erum gríðarlega sáttir með þessa forystu sem við erum með en það er lítið búið af mótinu og mikið sem getur gerst. Við munum líklegast ganga í gegnum einhverja erfiðleika eins og öll gera. Við ætlum þó að reyna að forðast það á þessu ári og getum við glaðst yfir þessari forystu sem við erum með á toppnum," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga í leikslok.Mynd/AntonMartin: Langar að þakka liðsfélögum mínum„Þetta voru fín úrslit hjá okkur. Þeir eru erfiðir heim að sækja en okkur tókst þetta í kvöld. Við vorum að gera okkur þetta erfitt fyrir með því að fá á okkur ódýr mörk en þetta hafðist hjá okkur að lokum," sagði Martin. „Ég er ánægður með mitt framlag en ég verð að þakka liðsfélögum mínum fyrir þetta. Ég gæti ekki skorað þessi mörk án þeirra og er okkur í rauninni sama hver skorar ef liðinu gengur vel. „Við erum mjög ánægðir með hvernig þessar fyrstu umferðir hafa spilast fyrir okkur. Við ætlum að halda ótrauðir áfram," sagði Gary Martin, hetja KR-inga í leiknum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Gary Martin var hetja KR-inga en hann skoraði öll mörk liðsins í góðum 3-2 sigri á Fylkismönnum í Árbænum í kvöld. Leikurinn var bráðfjörugur og voru Fylkismenn nálægt því að jafna metin á lokamínútunum en tókst ekki. KR-ingar voru miklu mun sterkari í fyrri hálfleiknum og leiddu þeir þegar flautað var til hálfleiks eftir mark Gary Martin. Það var allt annað upp á teningnum í síðari hálfleiknum en KR-ingar byrjuðu hann betur og náðu þeir strax tveggja marka forystu eftir annað mark Gary Martin. Fylkismenn voru ekki lengi að svara en þar var að verki Kjartan Ágúst Breiðdal en hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Á 54. mínútu leiksins átti sér stað umdeilt atvik en þá virtist Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður KR, brjóta á Viðari Erni Kjartanssyni. Leikmenn og stuðningsmenn voru allir sammála um að Brynjar ætti með brotinu að fá sitt síðara gula spjald og þar af leiðandi vera rekinn útaf vellinum. Valgeir Valgeirsson, dómari leiksins var hinsvegar á öðru máli því að hann gaf Viðari Erni, gult spjald fyrir leikaraskap. Ótrúlega umdeilt atvik og virtust KR-ingar sleppa með skrekkinn. Gary Martin fullkomnaði svo þrennu sína stuttu síðar. Fylkismenn minnkuðu aftur muninn stuttu síðar og voru þeir mjög nálægt því að jafna metin á lokamínútum en inn vildi boltinn ekki og góður sigur KR-inga staðreynd. Fylkismenn geta verið stoltir af frammistöðu sinni í síðari hálfleiknum en þeir voru óheppnir að ná ekki í stig í kvöld. Bikarmeistarar KR eru eftir umferð kvöldsins með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar.Ásmundur: Skandall ársins „Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem við erum nálægt því að ná í stig. Við erum búnir að vera að glíma við þetta dálítið í sumar. Það vantar herslumuninn upp á." „Ef við lítum á leikinn heilt yfir þá fannst mér við sýna KR-ingum full mikla virðingu í fyrri hálfleiknum og vorum við á hælunum. Það var hinsvegar allt annað lið sem kom til leiks í síðari hálfleiknum. Við ætluðum okkur að ná í eitthvað úr þessum leik en það gekk ekki," sagði Ásmundur. Ásmundur var mjög ósáttur við Valgeir Valgeirsson í leiknum en hann sagði það vera skandal ársins að hafa ekki rekið Brynjar Björn Gunnarsson, leikmann KR af velli. „Þetta er eitt af því sem við erum líka að eiga við. Núna erum við búnir að mæta FH og KR og það eru litlu atriðin sem virðast falla með stóru liðunum. Það virðist vera auðveldara að dæma á litlu liðin," bætti Ásmundur við. „Valgeir á að ég held stærsta skandalinn í fyrra þegar við vorum á KR-vellinum og held ég að hann eigi það líka í ár. Þetta var klárt rautt spjald sem Brynjar Björn átti að fá," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok.Rúnar: Viðar á það til að henda sér niður „Við áttum í vök að verjast undir lok leiksins en þetta hafðist hjá okkur á endanum. Við erum sáttir með sigurinn en þetta var ekkert sérlega sannfærandi hjá okkur," „Við vorum tvisvar í kjörstöðu til þess að klára leikinn í síðari hálfleiknum en við hleyptum þeim alltaf inn í leikinn. Ég var ekki ánægður með það enda fannst mér þeir lítið vera að ógna," sagði Rúnar. Aðspurður um atvikið þegar Viðar Örn fékk gula spjaldið fyrir leikaraskap sagði Rúnar: „Þetta var alltof langt frá mér og sá ég því þetta ekki almennilega. Þekkjandi Viðar þá finnst mér ekkert ólíklegt að hann hafi hent sér niður. Mér fannst hann gera það nokkrum sinnum í leiknum - að henda sér niður að óþörfu. Þetta er smá ljóður á hans leik hversu oft hann hendir sér í jörðina," bætti Rúnar við. „Við erum gríðarlega sáttir með þessa forystu sem við erum með en það er lítið búið af mótinu og mikið sem getur gerst. Við munum líklegast ganga í gegnum einhverja erfiðleika eins og öll gera. Við ætlum þó að reyna að forðast það á þessu ári og getum við glaðst yfir þessari forystu sem við erum með á toppnum," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga í leikslok.Mynd/AntonMartin: Langar að þakka liðsfélögum mínum„Þetta voru fín úrslit hjá okkur. Þeir eru erfiðir heim að sækja en okkur tókst þetta í kvöld. Við vorum að gera okkur þetta erfitt fyrir með því að fá á okkur ódýr mörk en þetta hafðist hjá okkur að lokum," sagði Martin. „Ég er ánægður með mitt framlag en ég verð að þakka liðsfélögum mínum fyrir þetta. Ég gæti ekki skorað þessi mörk án þeirra og er okkur í rauninni sama hver skorar ef liðinu gengur vel. „Við erum mjög ánægðir með hvernig þessar fyrstu umferðir hafa spilast fyrir okkur. Við ætlum að halda ótrauðir áfram," sagði Gary Martin, hetja KR-inga í leiknum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti