Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - KR 2-3 | Þrenna hjá Gary Stefán Hirst Friðriksson skrifar 30. júní 2013 18:13 Gary Martin var hetja KR-inga en hann skoraði öll mörk liðsins í góðum 3-2 sigri á Fylkismönnum í Árbænum í kvöld. Leikurinn var bráðfjörugur og voru Fylkismenn nálægt því að jafna metin á lokamínútunum en tókst ekki. KR-ingar voru miklu mun sterkari í fyrri hálfleiknum og leiddu þeir þegar flautað var til hálfleiks eftir mark Gary Martin. Það var allt annað upp á teningnum í síðari hálfleiknum en KR-ingar byrjuðu hann betur og náðu þeir strax tveggja marka forystu eftir annað mark Gary Martin. Fylkismenn voru ekki lengi að svara en þar var að verki Kjartan Ágúst Breiðdal en hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Á 54. mínútu leiksins átti sér stað umdeilt atvik en þá virtist Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður KR, brjóta á Viðari Erni Kjartanssyni. Leikmenn og stuðningsmenn voru allir sammála um að Brynjar ætti með brotinu að fá sitt síðara gula spjald og þar af leiðandi vera rekinn útaf vellinum. Valgeir Valgeirsson, dómari leiksins var hinsvegar á öðru máli því að hann gaf Viðari Erni, gult spjald fyrir leikaraskap. Ótrúlega umdeilt atvik og virtust KR-ingar sleppa með skrekkinn. Gary Martin fullkomnaði svo þrennu sína stuttu síðar. Fylkismenn minnkuðu aftur muninn stuttu síðar og voru þeir mjög nálægt því að jafna metin á lokamínútum en inn vildi boltinn ekki og góður sigur KR-inga staðreynd. Fylkismenn geta verið stoltir af frammistöðu sinni í síðari hálfleiknum en þeir voru óheppnir að ná ekki í stig í kvöld. Bikarmeistarar KR eru eftir umferð kvöldsins með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar.Ásmundur: Skandall ársins „Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem við erum nálægt því að ná í stig. Við erum búnir að vera að glíma við þetta dálítið í sumar. Það vantar herslumuninn upp á." „Ef við lítum á leikinn heilt yfir þá fannst mér við sýna KR-ingum full mikla virðingu í fyrri hálfleiknum og vorum við á hælunum. Það var hinsvegar allt annað lið sem kom til leiks í síðari hálfleiknum. Við ætluðum okkur að ná í eitthvað úr þessum leik en það gekk ekki," sagði Ásmundur. Ásmundur var mjög ósáttur við Valgeir Valgeirsson í leiknum en hann sagði það vera skandal ársins að hafa ekki rekið Brynjar Björn Gunnarsson, leikmann KR af velli. „Þetta er eitt af því sem við erum líka að eiga við. Núna erum við búnir að mæta FH og KR og það eru litlu atriðin sem virðast falla með stóru liðunum. Það virðist vera auðveldara að dæma á litlu liðin," bætti Ásmundur við. „Valgeir á að ég held stærsta skandalinn í fyrra þegar við vorum á KR-vellinum og held ég að hann eigi það líka í ár. Þetta var klárt rautt spjald sem Brynjar Björn átti að fá," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok.Rúnar: Viðar á það til að henda sér niður „Við áttum í vök að verjast undir lok leiksins en þetta hafðist hjá okkur á endanum. Við erum sáttir með sigurinn en þetta var ekkert sérlega sannfærandi hjá okkur," „Við vorum tvisvar í kjörstöðu til þess að klára leikinn í síðari hálfleiknum en við hleyptum þeim alltaf inn í leikinn. Ég var ekki ánægður með það enda fannst mér þeir lítið vera að ógna," sagði Rúnar. Aðspurður um atvikið þegar Viðar Örn fékk gula spjaldið fyrir leikaraskap sagði Rúnar: „Þetta var alltof langt frá mér og sá ég því þetta ekki almennilega. Þekkjandi Viðar þá finnst mér ekkert ólíklegt að hann hafi hent sér niður. Mér fannst hann gera það nokkrum sinnum í leiknum - að henda sér niður að óþörfu. Þetta er smá ljóður á hans leik hversu oft hann hendir sér í jörðina," bætti Rúnar við. „Við erum gríðarlega sáttir með þessa forystu sem við erum með en það er lítið búið af mótinu og mikið sem getur gerst. Við munum líklegast ganga í gegnum einhverja erfiðleika eins og öll gera. Við ætlum þó að reyna að forðast það á þessu ári og getum við glaðst yfir þessari forystu sem við erum með á toppnum," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga í leikslok.Mynd/AntonMartin: Langar að þakka liðsfélögum mínum„Þetta voru fín úrslit hjá okkur. Þeir eru erfiðir heim að sækja en okkur tókst þetta í kvöld. Við vorum að gera okkur þetta erfitt fyrir með því að fá á okkur ódýr mörk en þetta hafðist hjá okkur að lokum," sagði Martin. „Ég er ánægður með mitt framlag en ég verð að þakka liðsfélögum mínum fyrir þetta. Ég gæti ekki skorað þessi mörk án þeirra og er okkur í rauninni sama hver skorar ef liðinu gengur vel. „Við erum mjög ánægðir með hvernig þessar fyrstu umferðir hafa spilast fyrir okkur. Við ætlum að halda ótrauðir áfram," sagði Gary Martin, hetja KR-inga í leiknum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Gary Martin var hetja KR-inga en hann skoraði öll mörk liðsins í góðum 3-2 sigri á Fylkismönnum í Árbænum í kvöld. Leikurinn var bráðfjörugur og voru Fylkismenn nálægt því að jafna metin á lokamínútunum en tókst ekki. KR-ingar voru miklu mun sterkari í fyrri hálfleiknum og leiddu þeir þegar flautað var til hálfleiks eftir mark Gary Martin. Það var allt annað upp á teningnum í síðari hálfleiknum en KR-ingar byrjuðu hann betur og náðu þeir strax tveggja marka forystu eftir annað mark Gary Martin. Fylkismenn voru ekki lengi að svara en þar var að verki Kjartan Ágúst Breiðdal en hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Á 54. mínútu leiksins átti sér stað umdeilt atvik en þá virtist Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður KR, brjóta á Viðari Erni Kjartanssyni. Leikmenn og stuðningsmenn voru allir sammála um að Brynjar ætti með brotinu að fá sitt síðara gula spjald og þar af leiðandi vera rekinn útaf vellinum. Valgeir Valgeirsson, dómari leiksins var hinsvegar á öðru máli því að hann gaf Viðari Erni, gult spjald fyrir leikaraskap. Ótrúlega umdeilt atvik og virtust KR-ingar sleppa með skrekkinn. Gary Martin fullkomnaði svo þrennu sína stuttu síðar. Fylkismenn minnkuðu aftur muninn stuttu síðar og voru þeir mjög nálægt því að jafna metin á lokamínútum en inn vildi boltinn ekki og góður sigur KR-inga staðreynd. Fylkismenn geta verið stoltir af frammistöðu sinni í síðari hálfleiknum en þeir voru óheppnir að ná ekki í stig í kvöld. Bikarmeistarar KR eru eftir umferð kvöldsins með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar.Ásmundur: Skandall ársins „Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem við erum nálægt því að ná í stig. Við erum búnir að vera að glíma við þetta dálítið í sumar. Það vantar herslumuninn upp á." „Ef við lítum á leikinn heilt yfir þá fannst mér við sýna KR-ingum full mikla virðingu í fyrri hálfleiknum og vorum við á hælunum. Það var hinsvegar allt annað lið sem kom til leiks í síðari hálfleiknum. Við ætluðum okkur að ná í eitthvað úr þessum leik en það gekk ekki," sagði Ásmundur. Ásmundur var mjög ósáttur við Valgeir Valgeirsson í leiknum en hann sagði það vera skandal ársins að hafa ekki rekið Brynjar Björn Gunnarsson, leikmann KR af velli. „Þetta er eitt af því sem við erum líka að eiga við. Núna erum við búnir að mæta FH og KR og það eru litlu atriðin sem virðast falla með stóru liðunum. Það virðist vera auðveldara að dæma á litlu liðin," bætti Ásmundur við. „Valgeir á að ég held stærsta skandalinn í fyrra þegar við vorum á KR-vellinum og held ég að hann eigi það líka í ár. Þetta var klárt rautt spjald sem Brynjar Björn átti að fá," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok.Rúnar: Viðar á það til að henda sér niður „Við áttum í vök að verjast undir lok leiksins en þetta hafðist hjá okkur á endanum. Við erum sáttir með sigurinn en þetta var ekkert sérlega sannfærandi hjá okkur," „Við vorum tvisvar í kjörstöðu til þess að klára leikinn í síðari hálfleiknum en við hleyptum þeim alltaf inn í leikinn. Ég var ekki ánægður með það enda fannst mér þeir lítið vera að ógna," sagði Rúnar. Aðspurður um atvikið þegar Viðar Örn fékk gula spjaldið fyrir leikaraskap sagði Rúnar: „Þetta var alltof langt frá mér og sá ég því þetta ekki almennilega. Þekkjandi Viðar þá finnst mér ekkert ólíklegt að hann hafi hent sér niður. Mér fannst hann gera það nokkrum sinnum í leiknum - að henda sér niður að óþörfu. Þetta er smá ljóður á hans leik hversu oft hann hendir sér í jörðina," bætti Rúnar við. „Við erum gríðarlega sáttir með þessa forystu sem við erum með en það er lítið búið af mótinu og mikið sem getur gerst. Við munum líklegast ganga í gegnum einhverja erfiðleika eins og öll gera. Við ætlum þó að reyna að forðast það á þessu ári og getum við glaðst yfir þessari forystu sem við erum með á toppnum," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga í leikslok.Mynd/AntonMartin: Langar að þakka liðsfélögum mínum„Þetta voru fín úrslit hjá okkur. Þeir eru erfiðir heim að sækja en okkur tókst þetta í kvöld. Við vorum að gera okkur þetta erfitt fyrir með því að fá á okkur ódýr mörk en þetta hafðist hjá okkur að lokum," sagði Martin. „Ég er ánægður með mitt framlag en ég verð að þakka liðsfélögum mínum fyrir þetta. Ég gæti ekki skorað þessi mörk án þeirra og er okkur í rauninni sama hver skorar ef liðinu gengur vel. „Við erum mjög ánægðir með hvernig þessar fyrstu umferðir hafa spilast fyrir okkur. Við ætlum að halda ótrauðir áfram," sagði Gary Martin, hetja KR-inga í leiknum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti