Lífið

Dömurnar voru svoleiðis dekraðar

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar í vikunni þegar Fashion Academy Reykjavík og útvarpsstöðin K.100.5 fögnuðu sumri með einstöku dekurkvöldi fyrir konur. Rúmlega tvö hundruð konur mættu í dekrið.

Nemar í snyrtifræði og förðun sáu um að dekra við gestina með húðgreiningu, paraffín handamaska, handanuddi, augnbrúnamælingu, förðun og ráðgjöf í förðun svo fátt eitt sé nefnt. Þá var tískusýning frá MöstC og Define the Line frá Huginn Muninn og E-label.

Tónlistarmaðurinn Haffi Haff frumflutti nýtt lag sem vakti mikla lukku.  Þá fengu gestir að smakka freyðivínið Martini Royal og að ekki sé minnst á gjafapokann sem þeir fengu í lok kvöldsins.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allt albúmið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.