Lífið

Dionne Warwick andvaka á Íslandi

Dionne Warwick
Dionne Warwick
Bandaríska stórsöngkonan Dionne Warwick er komin til landsins og heldur tónleika í Hörpu annað kvöld. Söngkonan átti í erfiðleikum með að venjast íslensku sumarnóttinni.

Ferill Dionne Warwick spannar rúmlega fimmtíu ár en söngkonan náði heimsfrægð á 7. áratug síðustu aldar með lögum á borð við "Anyone Who Had a Heart" og "Do You Know the Way to San Jose?" Fimmtíu og sex sinnum hefur hún náð lagi inn á Billboard vinsældalistann í Bandaríkjunum.

Hún segir að tónlistarlífið hafið tekið miklum breytingum á síðustu áratugum og að sumu leyti til hins verra. "Hinn mannlegi þáttur er smám saman að hverfa. Í dag er allt unnið með tölvum," segir Dionne Warwick.

Söngkonan er 72 ára en hún segir að röddin hafi þroskast með árunum. "Ég reyni að passa röddina. Besta leiðin er að hvíla sig reglulega."

Söngkonan náði hins vegar aðeins að sofa í eina klukkustund fyrstu nóttina hér á landi og kennir hún birtunni um.

Á tónleikunum á morgun ætlar Warwick að bjóða upp á ný og gömul lög í bland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.