Lífið

Harry prins kyntákn fyrir homma

Auglýsingin fyrir Manbar. Harry er vinsæll meðal homma.
Auglýsingin fyrir Manbar. Harry er vinsæll meðal homma.
Mynd af Harry prins, berum að ofan, er nú notuð í auglýsingaskyni fyrir skemmtistaðinn Manbar í London. Manbar er, eins og nafnið gefur til kynna, hommabar en auglýsingin var gerð í tilefni af Gleðigöngunni í ár.

Hugmyndin að auglýsingunni kviknaði þegar myndin af Harry birtist í breskum fjölmiðlum en hún var tekin þegar hann var að sinna herþjónustu í Afganistan fyrir nokkrum árum. Það var síðan listamaðurinn Mike Bliss sem átti við myndina og útbjó auglýsinguna.

Chris Amos, sem rekur Manbar, segist vera himinlifandi með auglýsinguna. "Harry er alvöru maður. Hann er frakkur og kynþokkafullur en einnig virðulegur. Það er það sem gerir hann að fyrirmynd okkar og að kyntákni fyrir homma," segir Amos.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.