SAF fordæma ákvörðun um að minnka hvalaskoðunarsvæði 8. júlí 2013 12:51 Hvalaskoðun. „Samtök ferðaþjónustunnar fordæma ákvörðun sjávarútvegsráðherra að minnka hvalaskoðunarsvæðið í Faxaflóa án samráðs við hvalaskoðunarsamtökin og Samtök ferðaþjónustunnar.“ Þetta kemur fram í tilkynningu Samtaka ferðaþjónustunnar sem var send á fjölmiðla. Tilefnið er að Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra, minnkaði aftur griðasvæði hvala eftir að forveri hans í embætti, Steingrímur J. Sigfússon, stækkaði svæðið allverulega skömmu áður en hann lét af embætti. Í tilkynningu samtakanna segir: „Hvalaskoðun er stærsta auðlind ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu með árlega veltu upp á tæpan milljarð og skapar í umhverfi sínu hundruð starfa. Með ákvörðun sjávarútvegsráðherra er hagsmunum og framtíð greinarinnar fórnað fyrir sérhagsmuni örfárra einstaklinga sem hafa takmarkaðar tekjur af hrefnuveiðum.“ Svo segri að í áliti nefndar um stefnumörkun í hvalveiðimálum, sem skipuð var af fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, kemur fram að meirihluti hennar telji ljóst að umfang hvalaskoðunar og þjóðhagslegt mikilvægi hennar hafi aukist á undanförnum árum og mikilvægt sé að umgjörð hvalaskoðunar og hvalveiða sé með þeim hætti að ásættanlegt teljist fyrir báðar atvinnugreinar. Í tilkynningu segir að nefndin hafi lagt til að griðasvæðið yrði stækkað þannig að miðað væri við beina línu frá Garðskagavita að Arnarstapa. „Ákvörðun ráðherra gekk þó skemur til að fara bil beggja og kemur því ákvörðun um minnkun griðasvæðisins nú ferðaþjónustunni í opna skjöldu, enda hafa engar rannsóknir sýnt að hvalaskoðun hafi áhrif á hrefnuveiðar,“ segir í tilkynningu. Svo segir: „SAF krefjast þess að hvalaskoðunarsvæðið við Faxaflóa verð nú þegar fært til fyrra horfs.“ Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Samtök ferðaþjónustunnar fordæma ákvörðun sjávarútvegsráðherra að minnka hvalaskoðunarsvæðið í Faxaflóa án samráðs við hvalaskoðunarsamtökin og Samtök ferðaþjónustunnar.“ Þetta kemur fram í tilkynningu Samtaka ferðaþjónustunnar sem var send á fjölmiðla. Tilefnið er að Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra, minnkaði aftur griðasvæði hvala eftir að forveri hans í embætti, Steingrímur J. Sigfússon, stækkaði svæðið allverulega skömmu áður en hann lét af embætti. Í tilkynningu samtakanna segir: „Hvalaskoðun er stærsta auðlind ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu með árlega veltu upp á tæpan milljarð og skapar í umhverfi sínu hundruð starfa. Með ákvörðun sjávarútvegsráðherra er hagsmunum og framtíð greinarinnar fórnað fyrir sérhagsmuni örfárra einstaklinga sem hafa takmarkaðar tekjur af hrefnuveiðum.“ Svo segri að í áliti nefndar um stefnumörkun í hvalveiðimálum, sem skipuð var af fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, kemur fram að meirihluti hennar telji ljóst að umfang hvalaskoðunar og þjóðhagslegt mikilvægi hennar hafi aukist á undanförnum árum og mikilvægt sé að umgjörð hvalaskoðunar og hvalveiða sé með þeim hætti að ásættanlegt teljist fyrir báðar atvinnugreinar. Í tilkynningu segir að nefndin hafi lagt til að griðasvæðið yrði stækkað þannig að miðað væri við beina línu frá Garðskagavita að Arnarstapa. „Ákvörðun ráðherra gekk þó skemur til að fara bil beggja og kemur því ákvörðun um minnkun griðasvæðisins nú ferðaþjónustunni í opna skjöldu, enda hafa engar rannsóknir sýnt að hvalaskoðun hafi áhrif á hrefnuveiðar,“ segir í tilkynningu. Svo segir: „SAF krefjast þess að hvalaskoðunarsvæðið við Faxaflóa verð nú þegar fært til fyrra horfs.“
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira