Sport

Lukkutalan sjö mótvægi við nærveru Cameron

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Cameron fagnar unnu stigi hjá Murray í gær.
Cameron fagnar unnu stigi hjá Murray í gær. Nordicphotos/Getty
Bretar velta sér upp úr sögulegum sigri Andy Murray í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis í gær.

Forsætisráðherrann David Cameron var á meðal áhorfenda á aðalvellinum í London í gær. Nærvera forsætisráðherra hefur til þessa verið talin óheillamerki en svo var ekki í gær.

Telegraph fjallar um málið og kemst að þeirri niðurstöðu að talan sjö, sem talin er gæfutala, hafi unnið gegn nærveru forsætisráðherrans. Þannig var 7. júlí í gær en júlí er einmitt sjöundi mánuður ársins.

Þá voru 77 ár síðan Breti vann síðast sigur í einliðaleik karla á Wimbledon með sigri Fred Perry árið 1936. Virginia Wade varð hins vegar síðasta konan til að vinna sigur í kvennaflokki árið 1977.

Murray braut uppgjöf Novak Djokovic í sjöundu lotu allra þriggja settanna. Þá er Skotinn fæddur sjö dögum á undan Djokovic.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×