Lífið

Bubbi mættur aftur á Facebook

Jakob Bjarnar skrifar
Bubbi heilsaði vinum sínum með tilvitnun í eigið lag og texa: Sumarið er tíminn.
Bubbi heilsaði vinum sínum með tilvitnun í eigið lag og texa: Sumarið er tíminn.
Bubbi Morthens tónlistarmaður og þjóðfélagsrýnir er mættur á nýjan leik á Facebook. Ríkir nokkur fögnuður meðal vina hans og aðdáenda vegna þessa. Bubbi birti af sér mynd með vænan nýdreginn lax með yfirskriftinni: Sumarið er tíminn, með skírskotan til eigin lags og texta. Síðast þegar hann tjáði sig á Facebook var 5. janúar á þessu ári og þá sagði hann: "Kæru vinir ætla færa mig yfir á Hina Opinberu síðu Tónlistarmansins Bubba Morthens."

Bubbi hefur tjá sig um athugasemdakerfi internetsins og fordæmt það hvernig menn umgangast það með fúkyrðaflaumi og dónaskap. Sjálfur er hann ómyrkur í máli en hann hefur skrifað pistla á Pressuna.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bubbi kveður Facebook, það gerði hann einnig í upphafi árs 2012 og sagði þá í samtali við Boða Logason fréttamann:

„Ég nenni þessu ekki, ég hef allt annað við tímann að gera. Það var endalaust verið að gera fréttir úr því sem ég var að segja. Ég hugsaði bara að ég nennti ekki endalaust að vera frétt í blöðunum út af einhverju sem ég sagði á Facebook og þurfa svo að standa í því að verja mig fyrir það sem ég sagði."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.