Lífið

Friðrik Dór syngur dúndurslagara um hund

Dr. Gunni, Friðrik Dór og Heiða við upptökur á laginu
Dr. Gunni, Friðrik Dór og Heiða við upptökur á laginu
„Ég er bara mjög ánægður með útkomuna, þetta er hresst og skemmtilegt lag," segir tónlistarmaðurinn Friðrik Dór, um lagið Glaðasti hundur í heimi sem kom út í gær. .

Lagið er það fyrsta sem fer í spilun af barnaplötunni Alheimurinn! Á plötunni eru fjórtán lög sem Dr. Gunni samdi í samstarfi við tónlistarkonuna Ragnheiði Eiríksdóttur.

„Ég hef kannski ekki verið mikið að syngja barnalög, en þetta var tækifæri sem ég gat ekki sleppt. Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og ég er hrikalega ánægður með útkomuna," segir Friðrik Dór léttur.

Dr. Gunni sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að samstarfið við Friðrik Dór hafi gengið mjög vel. „Hann þurfti náttúrulega að leggja land undir fót og kom til Keflavíkur í stúdíóið, það er alltaf létt yfir mönnum þegar þeir eru komnir út á land," sagði Dr. Gunni.

Í tilkynningu segir Dr. Gunni að lagið sé „sumarsleiktur dúndurslagari um hund sem fer sínar eigin leiðir, enda er hann glaðasti hundur í heimi.“

Barnaplatan Alheimurinn! er önnur barnaplata Dr. Gunna, en fyrsta platan, Abbabbabb, kom út árið 1997.

Hlusta má á lagið hér að neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.