Lífið

Of gróft myndband hjá Justin

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Myndbandið við lagið "Tunnel Vision" þykir of gróft fyrir Youtube.
Myndbandið við lagið "Tunnel Vision" þykir of gróft fyrir Youtube.
Búið er að loka fyrir nýjasta myndband Justins Timberlake á YouTube.

Myndbandið gerði hann við lagið „Tunnel Vision“ en þar má sjá naktar fyrirsætur dansa ögrandi í takt við tónana. Það þykir hins vegar of gróft til almennrar birtingar á síðunni.

Timberlake virðist hafa fetað í fótspor söngvarans Robins Thicke en Vísir sagði frá því í síðustu viku að myndband söngvarans við lagið "Blurred Lines" hefði verið harðlega gagnrýnt um heim allan. Í myndbandinu má sjá kviknaktar fyrirsætur dansa við hlið Thicke, Pharrell Williams og rapparans T.I.

Justin Timberlake virðist þó hafa litlar áhyggjur. Á miðvikudaginn benti hann fylgjendum sínum á Twitter að horfa á myndbandið. „Horfið á myndbandið við Tunnel Vision og undirbúið ykkur... það er ögrandi.“

YouTube hefur hins vegar ekki enn lokað á myndbandið hér og því geta áhugasamir sjálfir tekið ákvörðun um ágæti þess um leið og þeir hafa gert grein fyrir aldri sínum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.