Lífið

Fann ókunnugt skapahár í rúminu

Söngkonan Kesha segist ekki vita af hverjum skapahárið er.
Söngkonan Kesha segist ekki vita af hverjum skapahárið er.
Söngkonan Kesha deildi því með fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði fundið ókunnugt skapahár í rúmi sínu og að hún hafi ekki hugmynd um hver eigandinn sé.

Hún skrifaði: „Ég fann skapahár í rúminu mínu. Og það er EKKI mitt.“ Fylgjendum söngkonunnar á Twitter fannst tístið bráðskemmtilegt og einhverjir svöruðu henni með því að segja hárið vera af sér.

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Kesha lætur frá sér undarlegar athugasemdir en hún hefur áður viðurkennt að hafa drukkið eigið þvag fyrir bættri heilsu. „Mér var sagt að það væri gott að drekka sitt eigið piss. Ég vildi verða holl.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.