Lífið

50 Cent ákærður fyrir heimilisofbeldi

Rapparinn 50 Cent réðst á barnsmóður sína og er ákærður fyrir heimilisofbeldi.
Rapparinn 50 Cent réðst á barnsmóður sína og er ákærður fyrir heimilisofbeldi. Nordicphotos/getty
Rapparinn 50 Cent hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Þetta staðfestir vefsíðan Gossip Cop. 50 Cent mun mæta fyrir dóm þann 22. júlí næstkomandi.

Samkvæmt vefsíðunni sparkað rapparinn í barnsmóður sína og olli miklum skemmdum á heimili hennar í Taluca Lake í Kaliforníu.

Áður en árásin átti sér stað höfðu 50 Cent og barnsmóðir hans rifist heiftarlega og í kjölfarið læsti konan sig inni á baðherbergi. Rapparinn sparkaði þá niður hurðinni og réðst á konuna.

Hann braut einnig húsgögn og raftæki áður en hann yfirgaf húsið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.