Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Glentoran 0-0 Stefán Árni Pálsson á KR-velli skrifar 4. júlí 2013 11:29 KR og Glentoran gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram á KR-velli í kvöld. Heimamenn náðu sér ekki almennilega á strik en aftur á móti voru greinilega skilaboð til leikmanna Glentoran, að tefja leikinn eins mikið og mögulegt var. Leiktafir gestanna gjörsamlega drápu allt tempó í leiknum og hann komst aldrei á flug. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á KR-vellinum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. KR-ingar byrjuðu leikinn að krafti og voru verulega ákveðnir í sínum aðgerðum. Það leit allt út fyrir að heimamenn myndu setja fyrsta markið fljótlega en gestirnir voru á öðru máli. Leikmenn Glentoran nýttu sér hvert einasta tækifæri til þess að tefja leikinn og undirritaður hefur í raun aldrei orðið vitni að öðru eins en þeir nýttu hvert innkast til að tefja leikinn og lágu um allan völl. Spiltími fyrri hálfleiksins var í raun svona 35 mínútur, ekki 45 mínútur. Gestirnir náðu með þessu að drepa allt tempó í leiknum og var staðan 0-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks var bara eitt lið á vellinum og KR-ingar réðu lögum og lofum á vellinum, en náðu samt sem áður ekki að setja mark sitt almennilega á leikinn og sköpuðu sér enginn hættuleg færi. Leikmenn Glentoran héldu áfram að tefja leikinn þar til að dómari leiksins fékk alveg nóg og byrjaði að spjalda fyrir það allt saman. Það er skemmst frá því að segja að leiknum lauk með 0-0 jafntefli í verulega bragðdaufum leik þar sem annað liðið var reiðubúið að spila fótbolta, hitt liðið gerði eitthvað allt annað. Síðari leikurinn fer fram í Norður-Írlandi eftir slétta viku. Þetta verða að teljast fín úrslit fyrir Glentoran. Baldur: Þetta var eins og að spila gegn liði frá Makedóníu„Það vildi bara eitt lið spila fótbolta hér í kvöld,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir jafnteflið í kvöld. „Það var mjög skrítið að mæta svona liði frá Norður-Írlandi og þeir spila eins og þeir séu frá Makedóníu, henda sér niður og tefja allan leikinn. Dómari leiksins tók í raun bara þátt í því með þeim og fór rétt svo að taka í taumana undir lokin.“ „Þetta fór greinilega í taugarnar á okkur, við vorum alltof æstir og náðum ekki að nýta okkur þá yfirburði sem við höfum framyfir þetta lið.“ „Þetta var allt annað lið en við mættum fyrir þremur árum. Leikurinn úti verður erfiðari og þeir hljóta að leggja þann leik töluvert öðruvísi upp.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Kjartan: Komu fram við okkur eins og við værum í Real Madrid„Ég hefði kannski skilið þessa taktík frá þeim ef liðið hefði komist yfir í leiknum, en maður er bara orðlaus eftir svona leik,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst bara eins og þeir héldu að mótherjinn væri Real Madrid. Þeim datt ekki í hug að sækja á markið. Þetta var samt sem áður þeirra nálgun á leiknum og það tókst.“ „Þeir héldu hreinu og náðu að tefja allan leikinn. Ég held að liðið hafi tekið svona 1-2 mínútur í hvert innkast í leiknum.“ „Dómarinn tók ekki á málinu fyrir en í lokin og þá vorum við löngu orðnir vel pirraðir. Þetta hafði mikil áhrif á okkar leik og við verðum að læra af þessu í kvöld. Liðið þarf að sýna mun meiri ró í síðari leiknum og vera þolinmóðari.“ „Ég get ekki beðið eftir því að komast út í næsta leik gegn þessu liði, við erum betri.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Evrópudeild UEFA Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
KR og Glentoran gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram á KR-velli í kvöld. Heimamenn náðu sér ekki almennilega á strik en aftur á móti voru greinilega skilaboð til leikmanna Glentoran, að tefja leikinn eins mikið og mögulegt var. Leiktafir gestanna gjörsamlega drápu allt tempó í leiknum og hann komst aldrei á flug. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á KR-vellinum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. KR-ingar byrjuðu leikinn að krafti og voru verulega ákveðnir í sínum aðgerðum. Það leit allt út fyrir að heimamenn myndu setja fyrsta markið fljótlega en gestirnir voru á öðru máli. Leikmenn Glentoran nýttu sér hvert einasta tækifæri til þess að tefja leikinn og undirritaður hefur í raun aldrei orðið vitni að öðru eins en þeir nýttu hvert innkast til að tefja leikinn og lágu um allan völl. Spiltími fyrri hálfleiksins var í raun svona 35 mínútur, ekki 45 mínútur. Gestirnir náðu með þessu að drepa allt tempó í leiknum og var staðan 0-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks var bara eitt lið á vellinum og KR-ingar réðu lögum og lofum á vellinum, en náðu samt sem áður ekki að setja mark sitt almennilega á leikinn og sköpuðu sér enginn hættuleg færi. Leikmenn Glentoran héldu áfram að tefja leikinn þar til að dómari leiksins fékk alveg nóg og byrjaði að spjalda fyrir það allt saman. Það er skemmst frá því að segja að leiknum lauk með 0-0 jafntefli í verulega bragðdaufum leik þar sem annað liðið var reiðubúið að spila fótbolta, hitt liðið gerði eitthvað allt annað. Síðari leikurinn fer fram í Norður-Írlandi eftir slétta viku. Þetta verða að teljast fín úrslit fyrir Glentoran. Baldur: Þetta var eins og að spila gegn liði frá Makedóníu„Það vildi bara eitt lið spila fótbolta hér í kvöld,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir jafnteflið í kvöld. „Það var mjög skrítið að mæta svona liði frá Norður-Írlandi og þeir spila eins og þeir séu frá Makedóníu, henda sér niður og tefja allan leikinn. Dómari leiksins tók í raun bara þátt í því með þeim og fór rétt svo að taka í taumana undir lokin.“ „Þetta fór greinilega í taugarnar á okkur, við vorum alltof æstir og náðum ekki að nýta okkur þá yfirburði sem við höfum framyfir þetta lið.“ „Þetta var allt annað lið en við mættum fyrir þremur árum. Leikurinn úti verður erfiðari og þeir hljóta að leggja þann leik töluvert öðruvísi upp.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Kjartan: Komu fram við okkur eins og við værum í Real Madrid„Ég hefði kannski skilið þessa taktík frá þeim ef liðið hefði komist yfir í leiknum, en maður er bara orðlaus eftir svona leik,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst bara eins og þeir héldu að mótherjinn væri Real Madrid. Þeim datt ekki í hug að sækja á markið. Þetta var samt sem áður þeirra nálgun á leiknum og það tókst.“ „Þeir héldu hreinu og náðu að tefja allan leikinn. Ég held að liðið hafi tekið svona 1-2 mínútur í hvert innkast í leiknum.“ „Dómarinn tók ekki á málinu fyrir en í lokin og þá vorum við löngu orðnir vel pirraðir. Þetta hafði mikil áhrif á okkar leik og við verðum að læra af þessu í kvöld. Liðið þarf að sýna mun meiri ró í síðari leiknum og vera þolinmóðari.“ „Ég get ekki beðið eftir því að komast út í næsta leik gegn þessu liði, við erum betri.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti