Innlent

Nýr konungur í Belgíu

Belgíska konungsfjölskyldan á krýningardegi Alberts II, 9. ágúst 1993.Filippus prins er fremst til hægti á myndinni.
Belgíska konungsfjölskyldan á krýningardegi Alberts II, 9. ágúst 1993.Filippus prins er fremst til hægti á myndinni. MYND/AFP
Albert II, konungur Belgíu, tilkynnti sjónvarpsávarpi í dag að hann hyggðist afsala sér völdum  á þjóðhátíðardegi Belga, þann 21. júlí næstkomandi. Albert er 79 ára gamall, en hann tók við krúnunni af Baldvin bróður sínum þegar hann lést árið 1993, 62 ára að aldri.

Albert sagði í yfirlýsingunni að heilsu hans færi hrapandi og þess vegna gæti hann ekki lengur uppfyllt skyldur sínar sem konungur.

Sonur Alberts, Filippus prins, mun taka við krúnunni í júlí en hann er 53. ára gamall.

„Filippus er vel undirbúinn og vel til þess fallinn að verða konungur,“ sagði Albert meðal annars í ávarpinu.

BBC greinir frá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×