Torfhús táknmynd íslenskrar þjóðmenningar 3. júlí 2013 18:45 Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. Hjörleifur Stefánsson arkitekt var að senda frá sér bókina Af jörðu - Íslensk torfhús en í henni fjallar hann um torfhús á Íslandi og byggingaraðferðir þeirra. Hann segir torfhúsin meðal merkustu menningarminja Íslands og okkur beri skylda til að varðveita þau. Hjörleifur segir að torfhús megi kalla þau hús sem hafa veggi að öllu leiti eða að hluta til úr torfi eða torfi og grjóti. En hvað eru mörg slík hús til á landinu? „Svarið í raun og veru ræðst af því hvað þú kallar torfbæ, það er aragrúi enn uppistandandi af hálfhrundum torfbæjum. Sumir eru reyndar alveg fallnir saman, og það er erfitt að greina á milli þess sem við köllum rúst og hálfhrunin bæ og uppistandandi bæ. En uppistandandi heilir bæir eru ekki margir, það er spurning um kannski á annan tug bæja á öllu landinu," segir Hjörleifur. Langflestir þeirra gefa ekki rétta mynd af hýbýlum Íslendinga áður fyrr að sögn Hjörleifs því glæsilegustu bæirnir, bæir sveitahöfðingja og prestssetur, hafi orðið fyrir valinu til varðveislu frekar en kot. „Í þetta safn vantar að mínu mati híbýli almennings og þeirra sem minna máttu sín til þess að gefa raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar á þessum tíma." Hjörleifur segir torfbæinn enn táknmynd íslensku sveitarinnar í hugum margra og það hafi sannast í tilraun sem hann gerði í tengslum við bókina í samstarfi við kennara í Melaskóla. „Níu ára gömul börn voru fengin til þess að teikna íslenskan sveitabæ. Af 72 teikningum reyndust yfir 50 vera af torfbæ. Þetta fannst mér stórmerkilegt. Vegna þess að ég tel nokkuð víst að mörg þessara barna hafi aldrei séð torfbæ, en torfbærinn sem táknmynd íslenskrar þjóðmenningar getur borist svona á milli kynslóða á þennan hátt," segir Hjörleifur.Hjörleifur Stefánsson arkitekt Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. Hjörleifur Stefánsson arkitekt var að senda frá sér bókina Af jörðu - Íslensk torfhús en í henni fjallar hann um torfhús á Íslandi og byggingaraðferðir þeirra. Hann segir torfhúsin meðal merkustu menningarminja Íslands og okkur beri skylda til að varðveita þau. Hjörleifur segir að torfhús megi kalla þau hús sem hafa veggi að öllu leiti eða að hluta til úr torfi eða torfi og grjóti. En hvað eru mörg slík hús til á landinu? „Svarið í raun og veru ræðst af því hvað þú kallar torfbæ, það er aragrúi enn uppistandandi af hálfhrundum torfbæjum. Sumir eru reyndar alveg fallnir saman, og það er erfitt að greina á milli þess sem við köllum rúst og hálfhrunin bæ og uppistandandi bæ. En uppistandandi heilir bæir eru ekki margir, það er spurning um kannski á annan tug bæja á öllu landinu," segir Hjörleifur. Langflestir þeirra gefa ekki rétta mynd af hýbýlum Íslendinga áður fyrr að sögn Hjörleifs því glæsilegustu bæirnir, bæir sveitahöfðingja og prestssetur, hafi orðið fyrir valinu til varðveislu frekar en kot. „Í þetta safn vantar að mínu mati híbýli almennings og þeirra sem minna máttu sín til þess að gefa raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar á þessum tíma." Hjörleifur segir torfbæinn enn táknmynd íslensku sveitarinnar í hugum margra og það hafi sannast í tilraun sem hann gerði í tengslum við bókina í samstarfi við kennara í Melaskóla. „Níu ára gömul börn voru fengin til þess að teikna íslenskan sveitabæ. Af 72 teikningum reyndust yfir 50 vera af torfbæ. Þetta fannst mér stórmerkilegt. Vegna þess að ég tel nokkuð víst að mörg þessara barna hafi aldrei séð torfbæ, en torfbærinn sem táknmynd íslenskrar þjóðmenningar getur borist svona á milli kynslóða á þennan hátt," segir Hjörleifur.Hjörleifur Stefánsson arkitekt
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira