"Þetta er eins og í Groundhog Day" Boði Logason skrifar 3. júlí 2013 16:05 „Við erum að vakna hérna upp á sama degi og árið 2013 eftir skelfilega ábyrgðarlausa kosningabaráttu þar sem menn svífast einskis til þess að ná atkvæðum.“ Mynd/365 „Þessi skýrsla er því miður dapurleg lesning og hún er stórfelldur áfellisdómur yfir ráðsmennskuna í Íbúðalánasjóði - þar standa reyndar upp úr árin 1999 til 2004. Þeirri ábyrgð deila Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri Grænna. Steingrímur sagði að kosningabaráttan árið 2003 hafi verið einhver dýrasta kosningabarátta Íslandssögunnar og hún hafi að mörgu leyti verið uppskriftin að hruninu. „Og hvernig voru þau loforð? Eigum við að fara yfir það? Sjálfstæðisflokkurinn lofaði gríðarlegum skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofaði í húsnæðismálum. Hafið þið heyrt þetta aftur? Seðlabankinn og fleiri vöruðu við, en þetta var gert samt. Hver er staðan núna? Hvernig voru kosningarnar 2013? Sjálfstæðisflokkurinn lofar skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofar í húsnæðismálum. Og seðlabankinn er byrjaður að vara við loforðum framsóknar,“ sagði Steingrímur á Alþingi í dag. Og hann hélt áfram, heitt í hamsi. „Þetta er svo fullkomin endurtekning þegar þessir flokkar ná saman og þeir tala sig inn á þjóðina, mér er annað orð ofarlega í huga, en ég ætla ekki að nota það hér, með nákvæmlega sömu formúlu nú með tíu ára millibili. Það er ástæða til að hafa af þessu stórkostlegar áhyggjur. Sporin hræða. Þau gera það heldur betur - sagan endurtekur sig.“ „Nú man ég ekki nafnið á kvikmyndinni þar sem mannauminginn vaknar alltaf aftur upp sama morguninn aftur og aftur,“ sagði hann. Og þá var kallað úr þingsal að myndin héti Groundhog Day „Já, Groundhog day. Þetta er eiginlega bara þannig. Við erum að vakna hérna upp á sama degi og árið 2013 eftir skelfilega ábyrgðarlausa kosningabaráttu þar sem menn svífast einskis til þess að ná atkvæðum og eiga algerlega eftir að vinna úr því hvað þau loforð kunna að hafa í för með sér, efnahagslega, pólitískt og fyrir landið. Þetta er mikið áhyggjuefni.“Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr bíómyndinni Groundhog Day sem kom út árið 1993. Bill Murray fer með aðalhlutverkið. Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira
„Þessi skýrsla er því miður dapurleg lesning og hún er stórfelldur áfellisdómur yfir ráðsmennskuna í Íbúðalánasjóði - þar standa reyndar upp úr árin 1999 til 2004. Þeirri ábyrgð deila Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri Grænna. Steingrímur sagði að kosningabaráttan árið 2003 hafi verið einhver dýrasta kosningabarátta Íslandssögunnar og hún hafi að mörgu leyti verið uppskriftin að hruninu. „Og hvernig voru þau loforð? Eigum við að fara yfir það? Sjálfstæðisflokkurinn lofaði gríðarlegum skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofaði í húsnæðismálum. Hafið þið heyrt þetta aftur? Seðlabankinn og fleiri vöruðu við, en þetta var gert samt. Hver er staðan núna? Hvernig voru kosningarnar 2013? Sjálfstæðisflokkurinn lofar skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofar í húsnæðismálum. Og seðlabankinn er byrjaður að vara við loforðum framsóknar,“ sagði Steingrímur á Alþingi í dag. Og hann hélt áfram, heitt í hamsi. „Þetta er svo fullkomin endurtekning þegar þessir flokkar ná saman og þeir tala sig inn á þjóðina, mér er annað orð ofarlega í huga, en ég ætla ekki að nota það hér, með nákvæmlega sömu formúlu nú með tíu ára millibili. Það er ástæða til að hafa af þessu stórkostlegar áhyggjur. Sporin hræða. Þau gera það heldur betur - sagan endurtekur sig.“ „Nú man ég ekki nafnið á kvikmyndinni þar sem mannauminginn vaknar alltaf aftur upp sama morguninn aftur og aftur,“ sagði hann. Og þá var kallað úr þingsal að myndin héti Groundhog Day „Já, Groundhog day. Þetta er eiginlega bara þannig. Við erum að vakna hérna upp á sama degi og árið 2013 eftir skelfilega ábyrgðarlausa kosningabaráttu þar sem menn svífast einskis til þess að ná atkvæðum og eiga algerlega eftir að vinna úr því hvað þau loforð kunna að hafa í för með sér, efnahagslega, pólitískt og fyrir landið. Þetta er mikið áhyggjuefni.“Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr bíómyndinni Groundhog Day sem kom út árið 1993. Bill Murray fer með aðalhlutverkið.
Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira