Lífið

Íslensk Hot Jóga fatalína á markað

Marín Manda skrifar
Pálína Sigurðardóttir hannar jógafatnað fyrir Gini.
Pálína Sigurðardóttir hannar jógafatnað fyrir Gini.
 Nýtt íslenskt hönnunarfyrirtæki að nafni Gini hefur hafið hönnun og framleiðslu á jógafatnaði fyrir konur. Pálína Sigurðardóttir  hotyogakennari er hönnuðurinn á bakvið línuna sem kemur í verslanir seinna á þessu ári. 

Nafnið Gini er stytting á indverska orðinu Yogini sem þýðir kvenkyns jógi. Línan er hönnuð með fjölbreytileikann að leiðarljósi og inniheldur æfingarbuxur, peysur og boli í mörgum mismunandi sniðum.

Efnin sem notast er við eru einkar hentug til íþróttaiðkunar og henta vel í jóga. Mikilvægt er að efnin haldi sér vel þrátt fyrir rakann og hrindi frá sér vatni.

“Mér fannst vera vöntun á æfingarfatnaði fyrir konur af öllum stærðum og gerðum.  Við hjá Gini höfnum staðaímyndum og fögnum fegurð og fjölbreytileika kvenlíkamans.

Þegar ég fór að kenna hot yoga voru stundum gerðar athugasemdir varðandi útlit mitt.  Fólk virtist hissa að  ég gæti verið hot jógakennari svona gjafvaxta, " segir Pálína Sigurðardóttir og bætir við að henni hafi fundist það áhugavert  hversu mikil áhersla er lögð á holdafar kvenna í þessu annars ágæta samfélagi okkar.

"Ég á mér sannanlega ósk um að dætur þessa lands geti borið höfuð sitt hátt , fullar af sjálfstrausti og stoltar yfir því sem þeim var gefið” segir Pálína að lokum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.