Lífið

Ryan Gosling kom til Íslands í morgun

Boði Logason skrifar
Ryan Gosling lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun.
Ryan Gosling lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun.
Ryan Gosling kom til Íslands í morgun með áætlunarflugi flugfélagsins Delta, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Hann lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 9:16 með flugi frá New York.

Starfsmaður á flugvellinum sem fréttastofa ræddi við í morgun segir að Gosling hafi verið mjög viðkunnalegur og rætt við starfsmennina á vellinum. Hann hafi bara verið einn á ferð og gengið í gegnum flugvöllinn með starfsmanni Delta.

Gosling er einn af heitustu leikurum í Hollywood og er hvað þekktastur fyrir kvikmyndir á borð við The Notebook, Drive og All Good Things.

Eva Mendes, leikkona og kærasta Goslings.Mynd/AFP
Gosling er í sambandi með leikkonunni Evu Mendes en átta ára aldursmunur er á skötuhjúunum. Í morgun sagði fréttamiðilinn Bang Showbiz, sem flytur fréttir af fræga fólkinu vestanhafs, að hann ætlaði að biðja hennar á næstunni.

„Hann er að undirbúa rómantíska ferð fyrir þau, þar sem þau er að ljúka tökum á myndinni How To Catch A Monster. Hann hefur náð að sannfæra hana um að þau ætli í fríið til að fagna því að tökum sé lokið. Hún er alveg glórulaus,“ hefur blaðið eftir heimildarmanni. En myndin er frumraun hans í leikstjórastólnum.

Það er því spurning hvort að Eva láti sjá sig á næstu dögum hér á landi, og bónorðið verði borið upp á bjartri sumarnótt.

Gosling hefur verið við tökur á myndinni Only God Forgives, sem íslendingurinn Þórir Snær Sigurjónsson framleiðir. „Hann er mjög ánægður með myndina, sem þykir vera ansi ofbeldisfull. Hún er dálítið svakaleg. Ég held að annað hvort eigi fólk eftir að elska hana eða hata hana,“ sagði Þórir Snær í samtali við Fréttablaðið í apríl síðastliðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.