Lífið

Vilt þú fá frítt í bíó? Lífið gefur miða á The Heat

Gamanmyndin The Heat sló í gegn í bíóhúsum í Bandaríkjunum um síðustu helgi, enda er grínistinn Melissa McCarthy funheit þessi misserin og leikur í hverjum smellinum á fætur öðrum.

Hún fer á kostum í The Heat ásamt Söndru Bullock, en þær leika tvær lögreglukonur sem eru eins ólíkar og svart og hvítt en neyðast til að vinna saman. 

Sérstök Lífsforsýning verður á kvikmyndinni  í Laugarásbíói klukkan átta á miðvikudagskvöld og Lífið ætlar að gefa heppnum lesendum miða. Það eina sem þú þarft að gera er að fara inn á Facebook- síðu Lífsins, skrifa nafnið þitt í athugasemd fyrir neðan fréttina og þú ert komin í pottinn.

Tilkynnt verður um sigurvegara leiksins klukkan 15 á  miðvikudag.

Uppfært kl. 12.30

Nokkrum miðum hefur verið bætt við á aðra sýningu, í Smárabíói klukkan 20 á fimmtudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.